Örn Bjarnason (læknir)
Örn Bjarnason yfirlæknir fæddist 20. júní 1934 á Ísafirði.
Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson skrifstofumaður, síðar yfirdeildarstjóri póstmálastjórnarinnar, f. 18. desember 1906, d. 22. maí 1994, og kona hans Herdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1908, d. 26. maí 1979.
Örn varð stúdent í M.A. 1953, lauk læknaprófum (varð cand. med.) í H.Í. 1963, lauk prófi í heilsugæslu (Puplic Health) í Háskólanum í Bristol á Englandi 1973. Hann fékk almennt lækningaleyfi 1965, varð viðurkenndur sérfræðingur í heimilislækningum og embættislækningum 1974.
Hann var við nám og störf á spítölum í Reykjavík 1963-1965, sótti námskeið í læknisfræðilegri tölfræði í Nordiska Hälsovårdshögskolan í Svíþjóð ágúst-september 1969, sótti námskeið í heilsufræði í Óslóarháskóla júní-ágúst 1973, 7 vikna námskeið í Bandaríkjunum 1976 í boði Indipendence Foundation. Hann fór í kynnisferð til Bretlands , Danmerkur, Svíþjóðar og Sovétríkjanna á vegum menntamálaráðuneytisins.
Örn var lektor í heimilislækningum (í hlutastarfi) í læknadeild H.Í. 1976-1981, flutti fyrirlestra í læknisfræðilegri tölfræði í hjúkrunarbraut H.Í. 1975, var stundakennari í siðfræði læknisfræðinnar við læknadeild H.Í. 1986-1998, aðjunkt frá 1998.
Hann var staðgöngumaður héraðslæknisins í Hvammstangahéraði janúar- febrúar 1965, í Eyjum í júlí 1965, aðstoðarlæknir á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1965-1972, héraðslæknir í Eyjum 1966-1974, skólayfirlæknir frá 1974 og jafnframt sérfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, skólalæknir í Eyjum 1966-1974, í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði frá 1974. Hann var trúnaðarlæknir menntamálaráðuneytisins frá 1974, læknir heilsugæslunnar á Egilsstöðum júlí 1975.
Örn var formaður Stúdentafélags Háskóla Íslands 1957-1958, ritari Stúdentaráðs 1961-1963, sat í stjórn Læknafélags Íslands 1967-1969 og 1971-1972, í heilbrigðisnefnd Vestmannaeyja 1966-1970, formaður 1970-1974, formaður bygginganefndar Sjúkrahúss Vestmannaeyja 1968-1974, í norrænum vinnuhópi, sem fjallaði um framtíðarstarfsemi Nordiska Hälsovårdshögskolan 1974-1975, starfsmaður nefndar til að semja frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hann var í manneldisráði 1974-1978, sT fundi á vegum heilbrigðisstjórnarinnar í Búkarest 1974, Umeå 1976 og Helsinki 1977, sat í íðorðanefnd læknafélaganna frá 1977, formaður frá 1984. Hann var formaður stjórnar Nýja hjúkrunarskólans 1979-1982.
í starfsnefnd Evrópuráðsins um lífsiðfræði (CDBI) frá 1980, í stjórn Samtaka heilbrigðisstétta 1990-1994, í stjórn siðfræðiráðs Læknafélags Íslands frá 1992, í norrænu samstarfsnefndinni um flokkurn sjúkdóma, skurðaðgerða og slysa frá 1997, formaður stjórnar Rannsóknastofu í heilbrigðissögu frá 1998.
Rit:
An Assessment of the Function of a District Community Physician with special reference to the Frenchay District of the Avon Health Authority, sérfræðiritgerð.
Greinar í innlendum og erlendum læknaritum, öðrum ritum og dagblöðum.
Útgefandi:
Rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 1/1976, 1/1977, 1/1978.
Örn var ritstjóri Læknanemans 1961-1962, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins 1976-1993, í ritstjórn Nordisk Medicin 1984-1988, formaður útgáfustjórnar Heilbrigðissögu Íslands frá 1995, í ritnefnd Lækna á Íslandi 1998-2000.
Hann sat í Orðanefnd Læknafélaganna, sem gaf út Orðasafn lækna.
Örn var kjörinn heiðursfélagi Læknafélags Íslands 1993, hlaut heiðursverðlaun Svenska Läkaresällskapet 1997.
Þau Áslaug giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Hilmisgötu 13, við Túngötu 5 og
Illugagötu.
I. Kona Arnar, (25. desember 1958), er Áslaug Guðbrandsdóttir frá Kambsnesi í Dölum, húsfreyja, f. 3. júní 1934.
Börn þeirra:
1. Edda Björk Arnardóttir, B.Ed., kennari, mannauðsstjóri, f. 3. ágúst 1958. Maður hennar Guðmundur Jóhann Olgeirsson.
2. Herdís Birna Arnardóttir, B.A.-próf í ensku, féttamaður, f. 15. apríl 1963, d. 3. mars 1997. Barnsfaðir hennar Magnús Guðmundsson.
3. Guðbrandur Örn Arnarson, markaðsstjóri, f. 14. janúar 1968. Kona hans Björk Gísladóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.