Sævaldur Elíasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2023 kl. 14:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2023 kl. 14:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sævaldur Elíasson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sævaldur Elíasson.

Sævaldur Elíasson frá Varmadal, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður fæddist þar 25. maí 1948.
Foreldrar hans voru Elías Sveinsson frá Varmadal, sjómaður, skipstjóri, f. 8. september 1910 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 13. júlí 1988, og kona hans Eva Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1912 á Sunnuhvoli á Blönduósi, d. 19. júlí 2007.

Börn Evu og Elíasar:
1. Sigurður Sveinn Elíasson, f. 2. september 1936 í Langa-Hvammi. Kona hans Sigrún Þorsteinsdóttir.
2. Una Þórdís Elíasdóttir, f. 13. febrúar 1938 í Varmadal. Maður hennar Önundur Kristjánsson.
3. Atli Elíasson, f. 15. desember 1939 í Varmadal, d. 6. maí 2006. Kona hans Kristín Frímannsdóttir.
4. Hörður Elíasson, f. 30. ágúst 1941 í Varmadal. Kona hans Elínbjörg Þorbjarnardóttir.
5. Sara Elíasdóttir, f. 19. júní 1943 í Varmadal. Maður hennar Björn Baldvinsson.
6. Sævaldur Elíasson, f. 25. maí 1948 í Varmadal. Kona hans Svanbjörg Oddsdóttir.
7. Hjalti Elíasson, f. 25. júlí 1953 í Varmadal. Kona hans Júlía Andersen.

Sævaldur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam á mótornámskeiði Fiskifélags Íslands 1965-1966, í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1970, lauk hinu meira fiskimannaprófi, farmannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1971 og varðskipaprófi 1972.
Hann hefur unnið á ýmsum fiskibátum í Eyjum, verið stýrimaður eða vélstjóri, að loknu námi. Frá því hinn nýi Herjólfur II. kom til landsins 1976 var hann stýrimaður á honum, afleysingaskipstjóri frá 1992-2008.
Þau Svanbjörg giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Bröttugötu 7 1972, búa við Kleifahraun 12a, fluttu til Reykjavíkur 2008.

I. Kona Sævalds, (30. desember 1972), er Svanbjörg Oddsdóttir kennari, húsfreyja, f. 5. október 1951 í Neskaupstað.
Börn þeirra:
1. Hörður Sævaldsson kennari, f. 2. október 1972.
2. Hildur Sævaldsdóttir matsveinn, f. 13. apríl 1976.
3. Hrafn Sævaldsson fjármálastjóri, f. 3. maí 1977. Kona hans Helga Björg Garðarsdóttir Björnssonar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.