Sigurást Sigurðardóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. ágúst 2023 kl. 14:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. ágúst 2023 kl. 14:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurásta Sigurðardóttir (Ásta) frá Norðurbæ á Kirkjubæ, húsfreyja í Reykjavík fæddist 4. nóvember 1923 í Hraungerði og lést 23. desember 1980.
Foreldrar hennar voru Sigurður Gottskálksson frá Vatnshól í A-Landeyjum og Hraungerði við Landagötu verkamaður, sjómaður, bóndi, f. 23. ágúst 1896, d. 5. apríl 1955, og kona hans Dýrfinna Ingvarsdóttir frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 7. júlí 1900, d. 1. desember 1986.

Börn Dýrfinnu og Sigurðar:
1. Sigurást Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. nóvember 1923, d. 23. desember 1980.
2. Ingunn Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. júlí 1926, d. 11. júlí 2017.
3. Sigurður Gotthard Sigurðsson bifreiðastjóri í Hafnarfirði, f. 1. desember 1937, d. 9. nóvember 2015.

Sigurást var með foreldrum sínum í æsku, í Hraungerði, á Landagötu 23 og síðan í Norðurbænum á Kirkjubæ frá 1940, uns hún flutti til Reykjavíkur 1945.
Þau Snorri giftu sig 1947, eignuðust tvö börn og Snorri átti eitt barn fyrir. Þau bjuggu í fyrstu við Frakkastíg, en fluttu í Karfavog og bjuggu þar síðan.
Sigurásta lést 1980. Snorri dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Reykjavík. Hann lést 1998.

I. Maður Sigurástar, (26. júlí 1947), var Snorri Daníel Halldórsson verslunarmaður, bifreiðastjóri, f. 30. maí 1910 í Reykjavík, d. 24. maí 1998. Foreldrar hans voru Halldór Þórðarson sjómaður, verkamaður, f. 10. júní 1882 á Kjaransstöðum í Árn., d. 21. mars 1959, og bústýra hans, skildu, Petrea Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 28. september 1886 á Nýlendu á Seltjarnarnesi, d. 1. febrúar 1965.
Börn þeirra:
1. Snorri Örn Snorrason hljómlistarmaður, kennari, f. 10. janúar 1948. Kona hans Camilla Söderberg.
2. Sigurður Ingvi Snorrason hljómlistarmaður, skólastjóri, f. 22. apríl 1950. Fyrrum kona hans Manuela Wiesler. Kona hans Anna Guðný Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.