Sigurður Gotthard Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Gotthard Sigurðsson.

Sigurður Gotthard Sigurðsson, (Gotti) frá Norðurbæ á Kirkjubæ fæddist 1. desember 1937 á Landagötu 23 og lést 9. nóvember 2015.
Foreldrar hennar voru Sigurður Gottskálksson frá Vatnshól í A-Landeyjum og Hraungerði við Landagötu, f. 23. ágúst 1896, d. 5. apríl 1955, og kona hans Dýrfinna Ingvarsdóttir frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 7. júlí 1900, d. 1. desember 1986.

Börn Dýrfinnu og Sigurðar:
1. Sigurást Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. nóvember 1923, d. 23. desember 1980.
2. Ingunn Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. júlí 1926, d. 11. júlí 2017.
3. Sigurður Gotthard Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 1. desember 1937, d. 9. nóvember 2015.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku og til 1955, er faðir hans lést.
Eftir lát föður síns fluttist hann með móður sinni til Reykjavíkur. Hann stundaði ýmis störf í æsku, m.a. útgerð, hænsnarækt og fisksölu, en lengst vann hann við leigubílaakstur.
Þau Oddhildur giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hafnarfirði, en fluttust að Eyrarbakka eftir starfslok og bjuggu þar á Heiðmörk.
Sigurður lést 2015.




ctr
Oddhildur Benedikta og Sigurður Gotthard með Dýrfinnu Hrönn.

I. Kona Sigurðar Gotthards, (1959), er Oddhildur Benedikta Guðbjörnsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1937 að Felli í Kollafirði, Strandas. Foreldrar hennar voru Guðbjörn Benediktsson frá Steinadal í Fellshreppi, bóndi á Kolbeinsá og Felli, síðar í Reykjavík, f. 29. ágúst 1898, d. 19. maí 1990, og kona hans Guðrún Björnsdóttir frá Fossi í Staðarhreppi í V-Hún., húsfreyja, f. 9. apríl 1906, d. 11. október 1997.
Börn þeirra:
1. Dýrfinna Hrönn Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. apríl 1957. Maður hennar Oddur Theodór Guðnason.
2. Guðrún Birna Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júní 1959. Maður hennar Kristján Gunnar Pálsson.
3. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir verslunarmaður, f. 16. janúar 1961. Fyrrum maður Sigurjón Arnljótur Guðmundsson


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. nóvember 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tröllatunguætt. Sæmundur Björnsson í samvinnu við Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Reykjavík 1991.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.