Edda Antonsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2024 kl. 14:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2024 kl. 14:13 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Edda Guðlaug Antonsdóttir kennari, forstöðumaður fæddist 29. desember 1953.
Foreldrar hennar voru Anton Guðlaugsson bifreiðastjóri, f. 26. nóvember 1920, d. 22. ágúst 1993, og kona hans Charlotte Adelheid Tilsner Guðlaugsson húsfreyja, vefnaðarmeistari, f. 6. nóvember 1925, d. 11. febrúar 2023.

Edda lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Skógum 1969, varð stúdent í M.L. 1973, lauk B.Ed.-prófi í K.H.Í. 1978, sérkennaraprófi í K.H.Í. 1996, lauk námi í náms- og starfsráðgjöf í danska kennaraháskólanum í Khöfn 1997.
Hún kenndi í Barna- og miðskólanum á Patreksfirði 1973-1974, Barnaskólanum í Eyjum 1978-1982, Barnaskólanum í Vík í Mýrdal 1982-1997, í Hvolsskóla á Hvolsvelli 1997-2001.
Edda var kennsluráðgjafi hjá Skólaskrifstofu Suðurlands á Selfossi 2001-2013, var forstöðumaður í skólaþjónustu Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslu 2014-2019.
Rit:
Leikgerð: Litla-Ljót (ásamt Halldóru Magnúsdóttur kennara), 1981.
Þau Halldór giftu sig 1975, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Sóleyjargötu, Foldahraun, við Áshamar og við Faxastíg.

I. Maður Eddu Guðlaugar, (18. ágúst 1975), er Halldór Óskarsson kennari, skólastjóri, ökukennari, f. 4. febrúar 1955 á Hvolsvelli.
Börn þeirra:
1. Pétur Halldórsson ráðunautur, f. 21. október 1974. Kona hans Birna Sigurðardóttir.
2. Héðinn Halldórsson upplýsingafulltrúi hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni í Khöfn, f. 8. mars 1977.
3. Anton Kári Halldórsson byggingafræðingur, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, f, 3. maí 1983. Kona hans Kristín Bjarnveig Böðvarsdóttir.
4. Sigríður Halldórsdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV f. 31. júli 1986. Maður hennar Jón Ragnar Ragnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.