Halldór Óskarsson (kennari)
Halldór Óskarsson kennari, skólastjóri, ökukennari fæddist 4. febrúar 1955 á Hvolsvelli.
Foreldrar hans voru Óskar Sigurjónsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð, sérleyfishafi, f. 16. ágúst 1925, d. 10. október 2012, og kona hans Sigríður Halldórsdóttir frá Arnarhóli í V.-Landeyjum, húsfreyja, f. 15. júní 1929, d. 27. september 2020.
Halldór lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Skógum 1969, varð stúdent í M.L. 1973, lauk kennaraprófi 1978.
Hann kenndi í Barna- og miðskólanum á Patreksfirði 1973-1974, Barnaskólanum í Eyjum 1978-1982. Hann var skólastjóri Barnaskólans í Vík í Mýrdal frá 1982-1997, kennari í Hvolsskóla á Hvolsvelli 1997-2005, í Grunnaskólanum á Hellu 2005-2015.
Halldór vann með Leikfélaginu í Eyjum og í Vík. Hann var langferðabílstjóri og vann verslunar- og hótelstörf á sumrin. Hann hefur stundað ökukennslu frá 1985.
Þau Edda Guðlaug giftu sig 1975, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Sóleyjargötu, Foldahraun, við Áshamar og við Faxastíg.
I. Kona Halldórs, (18. ágúst 1975), er Edda Guðlaug Antonsdóttir húsfreyja, kennari, forstöðumaður, f. 29. desember 1953.
Börn þeirra:
1. Pétur Halldórsson ráðunautur, f. 21. október 1974. Kona hans Birna Sigurðardóttir.
2. Héðinn Halldórsson upplýsingafulltrúi hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni í Khöfn, f. 8. mars 1977.
3. Anton Kári Halldórsson byggingafræðingur, sveitastjóri, f, 3. maí 1983. Kona hans Kristín Bjarnveig Böðvarsdóttir.
4. Sigríður Halldórsdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, f. 31. júli 1986. Maður hennar Jón Ragnar Ragnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Edda og Halldór.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.