Sigríður Aðalsteinsdóttir (Svalbarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. júlí 2023 kl. 11:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. júlí 2023 kl. 11:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Aðalsteinsdóttir (Svalbarði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Sigríður Aðalsteinsdóttir húsfreyja fæddist 4. júlí 1936 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Guðjón Guðbjartsson sjómaður, verkamaður, f. 27. apríl 1899, d. 26. september 1973, og barnsmóðir hans Guðrún Sigurðardóttir, síðar húsfreyja í Birkihlíð 20, f. 11. júlí 1910, d. 21. nóvember 1972.

Sigríður var með móður sinni og Árna Stefánssyni frá Ási.
Hún var síðar starfsmaður í eldhúsi Búnaðarbankans í Reykjavík.
Þau Arnar giftu sig 1955, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Svalbarði 1955 og í Birkihlíð 20 1958 og 1960, í Svíþjóð 1971-1975, síðan í Kópavogi, eignuðust þrjú börn.
Arnar lést 1997.

I. Maður Sigríðar, (25. desember 1955), var Arnar Ágústsson frá Varmahlíð, sjómaður, trésmiður, f. 13. september 1936, d. 12. janúar 1997.
Börn þeirra:
1. Guðrún Árný Arnarsdóttir kennari, f. 8. júlí 1955. Maður hennar Magnús Ólafur Helgi Axelsson kennari.
2. Pálína Arndís Arnarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 10. apríl 1958. Maður hennar Kristján Friðrik Nielsen.
3. Ester Arnarsdóttir lyfjatæknir, f. 27. ágúst 1960. Maður hennar Sigurður Halldórsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.