Njáll Þóroddsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. febrúar 2024 kl. 16:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2024 kl. 16:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Njáll Þóroddsson.

Njáll Þóroddsson frá Einhamri í Hörgárdal, Ey., kennari, búfræðingur, garðyrkjufræðingur fæddist þar 28. júlí 1919 og lést 11. apríl 1997.
Foreldrar hans voru Þóroddur Magnússon bóndi á Einhamri og í Vallholti í Glæsibæjarhreppi, f. 29. júní 1985 í Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal, d. 3. janúar 1970, og kona hans Þórey Sigurðardóttir frá Sámsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði, húsfreyja, f. 27. desember 1889, d. 10. desember 1935.

Bróðir Njáls var
1. Bolli Þóroddsson vélstjóri, vélvirkjameistari, f. 16. janúar 1918, d. 13. nóvember 2012.

Njáll nam í Héraðsskólanum á Núpi 1935-1936, varð búfræðingur á Hvanneyri 1938. Hann lærði garðrækt og skrúðgarðavinnu í Héraðsskólanum í Reykholti, eldri deild, 1940-1941, lauk kennaraprófi 1946. Hann var við heimspekinám í Los Angeles í Kaliforníu 1952-1953, kynnti sér heimili fyrir vanrækt og afvegaleidd börn í Sviss og Danmörku sumarið 1954.
Hann var kennari í Biskupstungnaskólahéraði 1946-1947, kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1947-1948, var stundakennari í Iðnskólanum í Eyjum 1947-1948. Hann var skólastjóri í Hrunamannahreppi 1948-1950, kennari í Austurbæjarskóla í Rvk síðari hluta 1950-1951, í vistheimilinu í Breiðuvík 1953-1955, í Dyrhólask.héraði, V.-Skaft. 1956-1958, kenndi garðyrkju á Hvanneyri vorið 1946, syndi kvikmyndir í byggðum Íslendinga í Ameríku 1953. Hann kom upp garðyrkjustöð (Friðheimum) í Biskupstungum og rak hana í allmörg ár .
Þau Liliane giftu sig 1963, ólu upp eitt barn, en skildu.
Njáll dvaldi síðast á Elliheimilinu Grund í Rvk. Hann lést 1997.

I. Kona Njáls, (1963, skildu), var Liliane Zilberman frá Frakklandi, f. 1. mars 1938, d. 24. febrúar 2003.
Fósturbarn þeirra:
1. Haukur, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.