Bolli Þóroddsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bolli Þóroddsson.

Bolli Þóroddsson vélstjóri, vélvirkjameistari, vélfræðingur fæddist 16. janúar 1918 á Einhamri í Hörgárdal, Eyjaf. og lést 13. nóvember 2012.
Foreldrar hans voru Þóroddur Magnússon bóndi á Einhamri og í Vallholti í Glæsibæjarhreppi, f. 29. júní 1985 í Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal, d. 3. janúar 1970, og kona hans Þórey Sigurðardóttir frá Sámsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði, húsfreyja, f. 27. desember 1889, d. 10. desember 1935.

Bróðir Bolla var Njáll Þóroddsson kennari, búfræðingur, f. 28. júlí 1919, d. 11. apríl 1997.

Bolli ólst upp með foreldrum sínum.
Hann gekk í farskólann í Kræklingahlíð í Eyjafirði 1932, Gagnfræðaskólann á Akureyri 1935, var í Héraðsskólanum að Laugarvatni 1938-39, Samvinnuskólanum í Reykjavík 1939-40.
Bolli var í iðnnámi í Iðnskólanum í Eyjum og Vélsmiðjunni Magna hf., tók sveinspróf í vélvirkjun 1948, hlaut meistararéttindi 1955.
Hann tók minna mótorvélstjórapróf 1937 og meira prófið 1943, vélstjórapróf í Vélskólanum í Reykjavík 1949 og rafmagnsdeild 1950.
Bolli starfaði ýmist við vélstjórn á skipum, verkstjórn í vélsmiðjum og við uppsetningu véla í orkuverum, Búrfellsvirkjun og Sigölduvirkjun.
Þau Svanhvít giftu sig 1942, bjuggu á Helgafellsbraut 1 við fæðingu Alfreðs Hjartar 1944, á Geithálsi með Bolla og Alfreði Hirti 1945 við fæðingu Eyþórs, þar enn 1949 með Bolla og börnum sínum.
Þau fluttust til Reykjavíkur, bjuggu síðast í Garðabæ.
Bolli lést 2012 og Svanhvít 2014.

Kona Bolla, (26. september 1942), var Svanhvít Hjartardóttir frá Geithálsi, húsfreyja, f. 30. apríl 1923, d. 18. desember 2014.
Börn þeirra:
1. Alfreð Hjörtur Bollason vélstjóri, vélvirki, f. 19. janúar 1944 á Helgafellsbraut 1.
2. Eyþór Bollason vélvirki, f. 26. nóvember 1945 á Geithálsi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. desember 2012 og 23. mars 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.