Gísli Lárusson (Mjölni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júní 2023 kl. 16:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júní 2023 kl. 16:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Bergsveinn Ólafur Lárusson.

Gísli Begsveinn Ólafur Lárusson frá Þórunúpi í Hvolhreppi, Rang., verkstjóri fæddist þar 1. júní 1940 og lést 2. febrúar 2014.
Foreldrar hans voru Lárus Ágúst Gíslason bóndi, hreppstjóri í Hvolhreppi, f. 17. ágúst 1905 í Rauðseyjum á Breiðafirði, d. 2. nóvember 1990, og kona hans Bryndís Nikulásdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 23. apríl 1906, d. 23. október 2000.

Gísli var með foreldrum sínum, á Þórunúpi og í Miðhúsum í Hvolhreppi.
Hann stundaði gagnfræðanám í Hveragerði.
Gísli var bifreiðastjóri í Eyjum, var starfsmaður grænmetisverslunar Ríkisins, verkstjóri við byggingar á vegum Byggingasamvinnufélags Kópavogs, hjá Lárusi Einarssyni og lengst hjá Bygg, en síðustu árin vann hann við útréttingar hjá fyrirtækinu.
Þau Guðrún giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu fyrstu árin í Mjölni við Skólaveg 18 og í Ásnesi við Skólaveg 7 í Eyjum, en fluttu í Kópavog 1967.
Gísli lést 2014.

I. Kona Gísla, (17. nóvember 1962), er Guðrún Þórarinsdóttir frá Mjölni, húsfreyja, f. 14. nóvember 1940.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Gíslason rafvirki, f. 31. júlí 1962 í Eyjum. Fyrrum Kona hans Bryndís Brynjarsdóttir. Fyrrum kona hans Kristín Valgeirsdóttir. Kona hans Karen Dagmar Guðmundsdóttir.
2. Jóna Bryndís Gísladóttir, f. 24. október 1967. Maður hennar Vilhjálmur Sveinn Björnsson.
3. Sigrún Gísladóttir, f. 31. júlí 1969. Maður hennar Bjarni Þór Hjaltason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.