Elías Atlason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. maí 2023 kl. 19:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. maí 2023 kl. 19:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Elías Atlason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Elías Atlason.

Elías Atlason rafiðnfræðingur fæddist 29. mars 1961 á Selfossi.
Foreldrar hans Atli Elíasson framkvæmdastjóri, f. 15. desember 1939, d. 6. maí 2006, og kona hans Kristín Frímannsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1941.

Börn Kristínar og Atla:
1. Aldís Atladóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 4. janúar 1960. Maður hennar Kristinn Ævar Andersen.
2. Elías Atlason rafiðnfræðingur, sérfræðingur hjá Í.S.Í, f. 29. mars 1961. Kona hans Geirþrúður Þórðardóttir.
3. Freyr Atlason vélstjóri, f. 20. nóvember 1966. Barnsmóðir hans Guðbjörg Kristín Georgsdóttir.

Elías var með foreldrum sínum í æsku, á Selfossi, í Njarðvíkum og síðan í Eyjum, bjó hjá þeim í Hvíld við Faxastíg 14 og við Stembugötu 23 við Gos 1973.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1988, varð rafmagnsiðnfræðingur í Tækniskóla Íslands 1991.
Elías varð sérfræðingur hjá Í.S.Í.
Þau Geirþrúður giftu sig 2004, eignuðust eitt barn, og hún á 2 börn, sem Elías fóstraði.

I. Kona Elíasar, (21. júlí 2004), er Geirþrúður Þórðardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1970. Foreldrar hennar Þórður Jón Þorvarðarson starfsmaður Fjarðakaupa í Hafnarfirði, f. 28. október 1933, d. 24. nóvember 1991, og kona hans Sjöfn Bachmann Bessadóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1934.
Börn þeirra:
1. Elva Elíasdóttir, f. 15. desember 2000.
Börn Geirþrúðar og fósturbörn Elíasar:
2. Davíð Bachmann Jóhannesson vefhönnuður, f. 12. júní 1990. Kona hans Unnur Gígja Ingimundardóttir.
3. Þórður Jón Jóhannesson, BA-próf í mannfræði, f. 12. janúar 1995. Kona hans Auður Brynjólfsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.