Helga Rósa Scheving

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. maí 2023 kl. 17:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. maí 2023 kl. 17:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Helga Rósa Scheving“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helga Rósa Pálsdóttir Scheving húsfreyja, talsímakona fæddist 15. desember 1930 á Sólbergi við Brekastíg 3 og lést 4. júlí 2022.
Foreldrar hennar voru Páll Scheving rafvirki, vélstjóri, vélgæslumaður, verkstjóri, verksmiðjustjóri, kennari, f. 21. janúar 1904, d. 15. apríl 1990, og kona hans Jónheiður Steingrímsdóttir húsfreyja, leikari, f. 24. júlí 1907, d. 25. desember 1974.

Börn Jónheiðar og Páls:
1. Helga Rósa Scheving, f. 15. desember 1930, d. 4. júlí 2022.
2. Sigurgeir Scheving, f. 8. janúar 1935, d. 24. október 2011.
3. Margrét Scheving Pálsdóttir, f. 27. september 1944.

Helga var með foreldrum sínum.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1947.
Helga vann hjá Landsíma Íslands í Eyjum.
Þau Halldór giftu sig, eignuðust fimm börn, en skildu.
Helga lést 2022.

I. Maður Helgu var Halldór Bjarnason loftskeytamaður, f. 17. nóvember 1930 í Hafnarfirði, d. 31. úlí 1980. Foreldrar hans voru Bjarni Guðmundsson verkamaður, f. 18. september 1897 í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, d. 20. febrúar 1976, og Sigríður Helgadóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1905 í Melshúsum í Hafnarfirði, d. 8. mars 1994.
Börn þeirra:
1. Heiðar Páll Halldórsson stýrimaður, f. 16. apríl 1953 í Eyjum.
2. Sigrún Halldórsdóttir ritari, f. 31. október 1954.
3. Bjarni Halldórsson sjómaður, f. 21. janúar 1960.
4. Erla Halldórsdóttir ritari, f. 16. nóvember 1961.
5. Halldór Halldórsson, f. 13. maí 1963.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.