Jóhann Jónsson (listmálari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. janúar 2024 kl. 17:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. janúar 2024 kl. 17:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóhann Jónsson og Guðbjörg Engilbertsdóttir.

Jóhann Jónsson (Jói Listó) frá Þórunnarseli í Kelduhverfi, S.-Þing., fiskiðnaðarmaður, myndlistarmaður fæddist þar 6. febrúar 1948.
Foreldrar hans voru Jón Pálsson bóndi, f. 29. ágúst 1900, d. 2. mars 1966, og kona hans Kristín Sigvaldadóttir húsfreyja, f. 25. október 1906, d. 1. desember 1996.

Jóhann var með foreldrum sínum fyrstu æskuár sín.
Hann nam listmálun í Myndlistarskóla Vestmannaeyja hjá Páli Steingrímssyni og fleiri.
Jóhann leitaði til Eyja 1966, en flutti þangað 1967. Hann vann í Fiskiðjunni, varð þar Baadermaður og verkstjóri, stundaði myndlist, sem varð síðar hans aðalstarf.
Jóhann hefur haldið margar einkasýningar og fjölda samsýninga hérlendis og eina sýningu hélt hann 1990 í Svíþjóð í tengslum við vinabæjamót.
Þau Guðbjörg giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Heiðarvegi 57, en síðan á Bröttugötu 27.

I. Kona Jóhanns, (3. júní 1972), er Guðbjörg Engilbertsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 31. desember 1950.
Börn þeirra:
1. Heiðrún Lára Jóhannsdóttir skólaritari, f. 8. febrúar 1968. Sambúðarmaður hennar Gunnar Heiðar Gunnarsson.
2. Þröstur Jóhannsson verkstjóri, f. 6. apríl 1976. Fyrrum kona hans Rakel Haraldsdóttir. Sambúðarkona hans Guðrún Lilja Friðgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.