Jónatan Árnason (Brimhólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. febrúar 2023 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. febrúar 2023 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jónatan Árnason (Brimhólum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jónatan Árnason.

Jónatan Árnason frá Eyri á Flateyjardal, S.-Þing., bóndi, sjómaður, verkamaður fæddist 4. júní 1914 og lést 23. maí 1964.
Foreldrar hans voru Árni Tómasson bóndi á Kussungsstöðum í Fjörðum og Eyri á Flateyjardal, f. 5. janúar 1869, d. 5. apríl 1958, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1877, d. 24. ágúst 1952.

Jónatan var með foreldrum sínum í æsku, á Eyri í Flateyjardal, S.-Þing. 1920 og 1930, var bóndi og sjómaður á Knarrarbergi í Flatey á Skjálfanda 1945-1956.
Hann var síðar verkamaður í Eyjum.
Þau Þorgerður giftu sig 1945, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Knarrarbergi í Flatey á Skjálfanda 1945-1956, en fluttu þá til Eyja. Þau eignuðust Brimhóla og bjuggu þar.
Jónatan lést 1964.
Þorgerður bjó með Birni syni sínum í Bjarmahlíð við Brekastíg 26
Hún flutti til Reykjavíkur við Gosið 1973, bjó með Birni syni sínum. Hún dvaldi að síðustu á Grund í Reykjavík.
Hún lést 1998.

I. Kona Jónatans, (6. júní 1945), var Þorgerður Gísladóttir frá Prestahvammi í Aðaldal, S.-Þing., húsfreyja, f. þar 6. nóvember 1909, d. 20. júlí 1998.
Börn þeirra:
1. Tómas Baldur Jónatansson, f, 18. ágúst 1945, d. 15. október 1950.
2. Björn Jónatansson f. 21. júlí 1947.
3. Gísli Jóhannes Jónatansson, á Fáskrúðsfirði f. 5. september 1948. Kona hans Sigrún Guðlaugsdóttir.
4. Jóhanna Helga Jónatansdóttir, f. 21. desember 1950, d. 5. nóvember 1955.
5. Guðlaug Elísabet Jónatansdóttir, f. 23. desember 1950.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.