Kristín Stefánsdóttir (Sólvangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. janúar 2023 kl. 13:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. janúar 2023 kl. 13:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristín Stefánsdóttir (Sólvangi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Stefánsdóttir frá Kalmanstjörn á Reykjanesi, húsfreyja, fæddist 2. júlí 1853 og lést 1. mars 1938.
Foreldrar hennar voru Stefán Sveinsson sjálfseignarbóndi, f. 1823, drukknaði 29. mars 1864, og kona hans Ráðhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1820, d. 30. janúar 1897.
Stjúpfaðir hennar var Guðmundur Eiríksson hreppstjóri, f. 20. júlí 1834, d. 8. janúar 1883.

Kristín var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á ellefta árinu. Hún var með móður sinni og Guðmundi Eiríkssyni síðari manni hennar á Kalmanstjörn 1870 og 1880.
Þau Ingvar giftu sig 1881, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Junkaragerði í Höfnum 1890 og 1901, bjuggu á Lindargötu 32 í Reykjavík 1910, en Ingvar var til sjós á Suðurnesjum.
Ingvar lést 1917.
Kristín flutti til Eyja, bjó á Sólvangi við Kirkjuveg 29 1920 með Sveini og Elenóru börnum sínum og Ráðhildi dóttur Elenóru.
Kristín lést 1938.

I. Maður Kristínar, (21. október 1881), var Ingvar Ingvarsson sjómaður, f. 23. nóvember 1857, d. 25. júní 1917.
Börn þeirra hér:
1. Sveinn Ingvarsson, f. 20. janúar 1877 á Kalmanstjörn í Höfnum, síðar í Reykjavík, d. 8. júlí 1948.
2. Kristín Ingvarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. júlí 1881 á Kalmanstjörn, d. 22. ágúst 1952.
3. Ráðhildur Ingvarsdóttir, f. 9. febrúar 1883, d. 22. febrúar 1883.
4. Stefán Ingvarsson útgerðarmaður á Kalmanstjörn í Eyjum, f. 14. janúar 1886, d. 18. apríl 1961.
5. Ráðhildur Ingvarsdóttir húsfreyja á Hrappsstöðum í Svarfaðardal, f. 24. mars 1885 í Junkaragerði, d. 30. júní 1944.
6. Elenóra Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1886 í Junkaragerði, d. 25. apríl 1977.
7. Kristinn Guðmundur Ingvarsson skipstjóri í Bræðraborg, f. 30. nóvember 1890, d. 20. nóvember 1918.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.