Sigurbjörg Eiríksdóttir (Litla-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2023 kl. 16:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2023 kl. 16:30 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurbjörg Eiríksdóttir.

Sigurbjörg Eiríksdóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, fæddist 22. október 1896 á Geirseyri þar og lést 24. september 1967.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Einarsson lausamaður, sjómaður, verkamaður, f. 30. ágúst 1860 í Saltvík-eystri á Kjalarnesi, d. 25. ágúst 1933, og barnsmóðir hans, síðar kona hans Vigdís Einarsdóttir frá Vaðli í Hagasókn, Barð., lausakona, verkakona, f. 23. maí 1870, d. 20. september 1938.

Sigurbjörg var með móður sinni á Vatneyri (Vinnufólkshúsi) í Barð. 1901, var með foreldrum sínum á Geirseyri við Patreksfjörð 1910.
Þau Júlíus giftu sig, eignuðust sex börn og Júlíus átti barn fætt 1923.
Sigurbjörg var húsfreyja í Reykjavík 1920.
Þau voru á Ísafirði 1930.
Þau bjuggu í Litla-Hvammi við Kirkjuveg 39B 1936-1938.
Sigurbjörg og Júlíus bjuggu síðan í Reykjavík, síðast við Vesturveg 5. Sigurbjörg bjó síðast við Austurbrún 6.

I. Maður Sigurbjarar var Júlíus Sigurðsson frá Akureyri, prentari, f. 15. júlí 1894, d. 7. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Sigurður Norðmann Júlíusson verkamaður í Reykjavík, f. 14. júlí 1918 á Patreksfirði, d. 25. desember 1981.
2. Aðalheiður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja í Kanada, f. 9. apríl 1923 á Ísafirði, d. í maí 2000. Maður hennar Leivi Otto Hansen.
3. Soffía Eydís Júlíusdóttir iðnverkakona,, síðast á Egilsstöðum, S.-Múl., f. 17. september 1925 á Ísafirði, d. 19. mars 1968.
4. Þórður Kristinn Júlíusson rafvirki í Kópavogi, f. 19. júlí 1928 á Ísafirði, d. 4. september 2016.
5. Gunnar Agnar Júlíusson símsmiður, yfirdeildarstjóri í Reykjavík, f. 28. júní 1936 á Ísafirði, d. 14. febrúar 2009. Kona hans Gyða Gunnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.