Harpa Kristín Kristinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. janúar 2023 kl. 14:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. janúar 2023 kl. 14:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Harpa Kristín Kristinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Harpa Kristín Kristinsdóttir húsfreyja fæddist 30. nóvember 1958 í Eyjum.
Foreldrar hennar Kristinn Karlsson bifvélavirkjameistari, stöðvarstjóri, f. 4. október 1936, og kona hans Bryndís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1941, d. 8. desember 2018.

Börn Bryndísar og Kristins:
1. Harpa Kristín Kristinsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1958.
2. Sigurður Kristinsson fagmaður af tölvubraut Tækniskólans, f. 7. desember 1964.
3. Arna Dís Kristinsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1972.

Harpa var með foreldrum sínum í æsku, á Hólagötu 43 og Illugagötu 55.
Hún vann við Eyjaberg, fiskvinnslufyrirtæki Sigurðar afa síns. Á Gostímanum 1973 vann hún í Laugabúð á Eyrarabakka.
Þau Tryggvi voru í sambúð, eignuðust eitt barn, en slitu.
Þau Erlendur giftu sig 1978, eignuðust tvö börn og Erlendur varð fósturfaðir barns hennar. Þau búa í Garði, Gull.

I. Sambúðarmaður Hörpu var Tryggvi Sæmundsson vélstjóri frá Eyrarbakka, f. 4. desember 1955. Þau slitu sambúð 1977.
Barn þeirra:
1. Tryggvi Þór Tryggvason vinnuvélastjóri í Noregi, f. 4. september 1975. Kona hans Karólína Gunnarsdóttir.

II. Maður Hörpu, (9. desember 1978), er Erlendur Þórisson frá Minna-Núpi, sjómaður, verkamaður, f. 15. febrúar 1957.
Börn þeirra:
1. Fósturbarn Erlendar (sjá ofar) er Tryggvi Þór Tryggvason vinnuvélastjóri í Noregi, f. 4. september 1975. Fyrrum sambúðarkona hans Helga Laufey Jóhannesdóttir Thoroddsen. Kona hans Karólína Gunnarsdóttir.
2. Ívar Þór Erlendsson skipstjóri í Reykjavík, f. 11. október 1978. Barnsmóðir hans Elsa Kristjánsdóttir. Barnsmóðir hans Þorgerður Sigurbjörnsdóttir. Barnsmóðir hans Hafdís Búadóttir.
3. Kristinn Þór Erlendsson flugvirki í Álaborg, f. 28. september 1982. Kona hans Þórdís Jóna Bragadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.