Guðmundur Högnason (Vatnsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. september 2006 kl. 11:24 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. september 2006 kl. 11:24 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) (Lagfærði texta)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðmundur Högnason


Guðmundur á bílnum sínum.

Guðmundur Högnason fæddist 10. maí 1908 og lést 18. apríl 1982. Foreldrar hans voru Högni Sigurðsson og Sigríður Brynjólfsdóttir. Guðmundur bjó ásamt fjölskyldu í húsinu Vatnsdal og var jafnan kenndur við það. Systkini Guðmunds voru Sigurður, Ágústa Þorgerður, Hildur Ísfold, Haukur, Elín Ester og Hilmir. Guðmundur kom í miðið, milli Hildar og Hauks.

Guðmundur var bílstjóri og átti forláta Dodge-pallbíl sem hann notaði mikið við alls konar útréttingar á Heimaey.

Guðmundur var síðasti ábúandi í Vatnsdal en húsið fór undir hraun í gosinu 1973. Þar bjó hann ásamt Ingibjörgu (Imbu í Vatnsdal), ekkju bróður síns Sigurðar.