Elín Kristín Þorsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. desember 2022 kl. 10:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. desember 2022 kl. 10:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Elín Kristín Þorsteinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Elín Kristín Þorsteinsdóttir.

Elín Kristín Þorsteinsdóttir úr Reykjavík fæddist 25. september 1951 og lést 25. mars 2007.
Foreldrar hennar voru Gissur Þorsteinn Magnússon húsgagnasmíðameistari, f. 30. júní 1919, d. 12. nóvember 1983, og kona hans Guðrún Anna Gunnarsson húsfreyja, f. 4. maí 1923, d. 25. maí 2010.

Börn Guðrúnar og Þorsteins:
1. Elín Kristín Þorsteinsdóttir, f. 25. september 1951 í Reykjavík, d. 25. mars 2007.
2. Magnús Gunnar Þorsteinsson, f. 28. ágúst 1954.
3. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, f. 5. ágúst 1956.
4. Herdís Magnúsína Þorsteinsdóttir, f. 27. apríl 1961.
5. Anna Hedvig Þorsteinsdóttir, f. 14. maí 1968.
Barn Guðrúnar Önnu og fósturbarn Þorsteins:
6. Bjarni Gunnar Sveinsson, f. 19. maí 1946. Fyrrum kona hans Unnur Ríkey Helgadóttir. Sambúðarkona hans Pálína Lilja Jónsdóttir Björnsson.

Elín var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1951.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Eyjum.
Elín vann í Apótekinu fram yfir Gos 1973, síðan var hún bókari, bæði í Eyjum og síðar á höfuðborgarsvæðinu.
Þau Sæmundur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Faxastíg 37 við Gosið, síðar á Hólagötu 30. Þau skildu.
Þau Ásmundur giftu sig, eignuðust eitt barn.
Elín lést 2007.

I. Maður Elínar, (skildu 1986), er Sæmundur Vilhjálmsson frá Burstafelli, rafvirkjameistari, rafmagnseftirlitsmaður, f. 7. desember 1948.
Börn þeirra:
1. Bjarni Sæmundsson, f. 9. mars 1977. Fyrrum sambúðarkona Zanný Vöggsdóttir. Kona hans Guðlaug Sunna Gunnarsdóttir.
2. Styrmir Sæmundsson, f. 1. febrúar 1983. Kona hans Jóhanna Ösp Einarsdóttir.

II. Maður Elínar Kristínar er Ásmundur Bragi Sigvaldason, f. 24. maí 1945. Foreldrar hans voru Sigvaldi Jóhannsson, f. 14. september 1895, d. 7. ágúst 1977, og Svava Ásmundsdóttir, f. 24. ágúst 1912, d. 1. febrúar 1987.
Barn þeirra:
3. Harpa Rún Ásmundsdóttir, f. 12. febrúar 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 15. apríl 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.