Óskar Tómas Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. nóvember 2022 kl. 19:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. nóvember 2022 kl. 19:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Óskar Tómas Guðmundsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Tómas Guðmundsson frá Brú í Biskupstungum, sjómaður, bóndi fæddist 2. ágúst 1905 í Arnarholti í Úthlíðarsókn í Biskupstungum og lést 29. júlí 1989.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 10. nóvember 1862, d. 10. mars 1921, og Ingibjörg Tómasdóttir húsfreyja, f. 26. október 1865, d. 17. apríl 1937.

Óskar flutti til Eyja 1930.
Hann lærði vélstjórn í Eyjum.
Hann var sjómaður, bjó á Aðalbóli 1930, í Breiðholti 1934.
Þau Marta Aðalheiður giftu sig, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Breiðholti 1934, fluttu að Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 1935, fluttu að Brú í Biskupstungum, voru bændur þar 1936-1965, en bjuggu síðast í Traðarkotssundi í Reykjavík.
Óskar lést 1989 og Marta 2004.

I. Kona Óskars Tómasar var Marta Aðalheiður Einarsdóttir frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 13. janúar 1909, d. 5. nóvember 2004.
Börn þeirra:
1. Þorbjörg Erna Óskarsdóttir húsfreyja, f. 2. janúar 1934 í Breiðholti, d. 4. febrúar 2022.
2. Þorleifur Kristján Óskarsson, f. 19. nóvember 1935, d. 21. desember 2009.
3. Ingibjörg Óskarsdóttir, f. 11. júní 1937, d. 24. nóvember 2020.
4. Guðmundur Hermann Óskarsson, f. 24. desember 1938.
5. María Erna Óskarsdóttir, f. 4. október 1940, d. 20. september 2018.
6. Lilja Jóhanna Óskarsdóttir, f. 25. mars 1946.
7. Grétar Óskarsson, f. 17. júlí 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.