Þorbjörg Erna Óskarsdóttir
Þorbjörg Erna Óskarsdóttir frá Breiðholti við Vestmannabraut 52, húsfreyja, dagmóðir fæddist þar 2. janúar 1934 og lést 4. febrúar 2022.
Foreldrar hennar voru Óskar Tómas Guðmundsson frá Brú í Biskupstungum, sjómaður, bóndi, f. 2. ágúst 1905, d. 29. júlí 1989, og kona hans Marta Aðalheiður Einarsdóttir frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 13. janúar 1909, d. 5. nóvember 2004.
Börn Mörtu og Óskars:
1. Þorbjörg Erna Óskarsdóttir húsfreyja, f. 2. janúar 1934 í Breiðholti, d. 4. febrúar 2022.
2. Þorleifur Kristján Óskarsson, f. 19. nóvember 1935, d. 21. desember 2009.
3. Ingibjörg Óskarsdóttir, f. 11. júní 1937, d. 24. nóvember 2020.
4. Guðmundur Hermann Óskarsson, f. 24. desember 1938.
5. María Erna Óskarsdóttir, f. 4. október 1940, d. 20. september 2018.
6. Lilja Jóhanna Óskarsdóttir, f. 25. mars 1946.
7. Grétar Óskarsson, f. 17. júlí 1949.
Þorbjörg var með foreldrum sínum í æsku, í Breiðholti, á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og á Brú í Biskupstungum.
Hún lauk prófi í Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði.
Þorbjörg vann ýmis störf, en var dagmóðir í 35 ár.
Þau Ólafur Rafnar giftu sig 1956, eignuðust níu börn, en eitt barnið fæddist andvana.
Ólafur lést 1972.
Þau Steinn Styrmir giftu sig 2017 eftir margra ára búskap.
Þorbjörg Erna lést 2022.
I. Maður Þorbjargar Ernu, (1956), var Ólafur Rafnar Guðmundsson kaupmaður í Reykjavík, f. 14. júní 1933, d. 8. maí 1972. Foreldrar hans voru Guðmundur Óskar Einarsson, verslunarmaður, verkamaður, skrifstofumaður, f. 28. júní 1910, d. 26. maí 1995, og Sesselja Sigríður Þórðardóttir, f. 7. október 1910, d. 12. apríl 1976.
Börn þeirra:
1. Þórður Hrólfur Ólafsson, f. 5. nóvember 1955.
2. Óskar, f. 1957, d. 1957.
3. Guðbjörg Sólveig Ólafsdóttir, f. 4. mars 1959. Maður hennar Jens Sigurðsson.
4. Anna Jórunn Ólafsdóttir, f. 9. júlí 1960. Maður hennar Sigurður Ágúst Þórðarson.
5. Ólöf Erna Ólafsdóttir, f. 12. janúar 1963. Maður hennar Albert Gíslason.
6. Kjaran Snorri Ólafsson, f. 6. mars 1966. Kona hans Octavia Finnbogadóttir Brault.
7. Höskuldur Kári Ólafsson, f. 25. maí 1967. Kona hans Ingibjörg Sveinsdóttir.
8. Auður Bergþóra Ólafsdóttir, f. 24. febrúar 1969.
9. Ólafur Rafnar Ólafsson, f. 24. maí 1972. Kona hans Ingibjörg Björnsdóttir.
II. Maður Þorbjargar Ernu, (8. desember 2017), er Steinn Styrmir Jóhannesson, f. 16. júní 1939. Foreldrar hans voru Jóhannes Kristinn Steinsson bóndi, verslunarmaður, rithöfundur, f. 19. desember 1914, d. 24. desember 1989, og kona hans Kristín Salvör Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1920, d. 6. maí 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 22. febrúar 2022. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.