Guðlaug Arnþrúður Gunnólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. nóvember 2024 kl. 09:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2024 kl. 09:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Arnþrúður Gunnólfsdóttir frá Þórshöfn á Langanesi, húsfreyja fæddist þar 21. september 1941.
Foreldrar hennar voru Gunnólfur Einarsson frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, verkamaður, útgerðarmaður, f. 13. apríl 1899 á Eyvindarhólum þar, d. 10. febrúar 1981, og kona hans Guðlaug Lárusdóttir frá Heiði á Langanesi, húsfreyja, f. þar 13. maí 1906, d. 3. maí 1967.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku.
Hún flutti til Eyja 15 ára, vann í Elliheimilinu Skálholti.
Guðlaug fór til Þórshafnar og fæddi fyrsta barn sitt þar 1958, en kom fljótlega aftur til Eyja.
Þau Gísli Geir giftu sig 1962, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Heimagötu 3 á Urðaveg 46, í Birkihlíð 23 og síðast í Litlagerði 13.
Gísli Geir lést 2022.
Guðlaug býr í Litlagerði 13.

I. Maður Guðlaugar, (21. apríl 1962), var Gísli Geir Guðlaugsson frá Geysi við Skólaveg 21, vélvirkjameistari, kaupmaður, framkvæmdastjóri, bæjarfulltrúi, f. 3. júlí 1940, d. 29. ágúst 2022.
Börn þeirra:
1. Þórunn Gísladóttir sjúkraliði, f. 17. október 1958. Maður hennar Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri.
2. Harpa Gísladóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 11. janúar 1960. Fyrri maður hennar Tómas Hrafn Guðjónsson. Maður hennar Sveinn Matthíasson vélstjóri, látinn.
3. Dröfn Gísladóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1963. Maður hennar Guðmundur Richardsson bifreiðastjóri.
4. Guðlaug Gísladóttir húsfreyja, kennari, býr í Kópavogi, f. 20. júlí 1978. Maður hennar Héðinn Þorsteinsson rekstrarfræðingur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.