Soffía Þórðardóttir (kaupmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. október 2022 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. október 2022 kl. 11:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Soffía Þórðardóttir kaupkona fæddist 24. júlí 1887 og lést 22. september 1964.
Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson bóndi í Gerðum í V.- Landeyjum, f. 18. september 1844, d. 20. mars 1897, og sambúðarkona hans Ingunn Eiríksdóttir frá Litlagerði þar, f. 30. júlí 1851, d. 21. september 1940.

Soffía var tökubarn á Kotvelli í Hvolhreppi 1890, hjú þar 1901.
Hún var ættingi með Magneu dóttur sína á Laugavegi 58B 1910.
Þau Alexander Sjöberg giftu sig 1911, eignuðust eitt barn. Hann flutti af landinu 1920 og þau skildu.
Þau Ásgrímur giftu sig 1922. Soffía var bústýra Ásgríms á Bergstaðastræti 35 í Reykjavík 1920 með Magneu hjá sér.
Þau bjuggu í Langholti við Vestmannabraut 48a 1930 og 1934, og Soffía var kaupkona þar.
Þau fluttu til Reykjavíkur. Soffía dvaldi síðast á Elliheimilinu Grund.
Hún lést 1964.

I. Maður Soffíu, (25. mars 1911, skildu), var Alexander Vilhelm Sjöberg frá Málmey í Svíþjóð, vélstjóri á sænska björgunarskipinu Geir, f. 1885.
Barn þeirra:
1. Magnea Þuríður Matthilda Sjöberg húsfreyja, leikkona, f. 16. júlí 1909 í Reykjavík, d. 16. janúar 1998. Maður hennar Friðrik Jesson.

II. Maður Soffíu, (11. febrúar 1922), var Ásgrímur Eyþórsson kaupmaður, útgerðarmaður, f. 28. maí 1877, d. 9. mars 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – Niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.