Pétur Bjarnason (framkvæmdastjóri)
Pétur Bjarnason frá Vestmannabraut 22, framkvæmdastjóri fæddist 13. ágúst 1951 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Hörður Hjálmarsson Bjarnason, símvirki, símstöðvarstjóri, húsvörður, f. 29. júlí 1928, d. 15. júní 1995, og kona hans Bryndís Bjarnason húsfreyja, f. 11. febrúar 1926, d. 30. ágúst 2017.
Börn Bryndísar og Harðar:
1. Camilla Bjarnason guðfræðinemi (stud. theol.), síðast í Garðabæ, f. 8. mars 1949, d. 7. maí 1999. Maður hennar Garðar Sverrisson.
2. Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræðingur, framkvæmdastjóri. Kona hans Herdís S. Gunnlaugsdóttir.
3. Elísabet Bjarnason húsfreyja, starfsmaður í Tjaldanesi, Mos., f. 8. apríl 1953, d. 15. ágúst 2020. Barnsfaðir hennar Jón Norðkvist Viggósson. Barnsfaðir hennar Sigurður Högni Hauksson. Maður hennar Ingi Bjarnar Guðmundsson.
4. Bryndís Bjarnason kennari, f. 30. mars 1957. Maður hennar Þórður Skúlason.
5. Hildur Bjarnason húsfreyja, BA-próf í sálfræði, f. 23. nóvember 1962. Fyrrum maður hennar Jean Posocco. Maður hennar Ómar Þór Halldórsson.
6. Hörður Bjarnason íþróttafræðingur, f. 8. október 1964. Fyrrum kona hans Kristín Ragna Pálsdóttir. Kona hans Hrönn Benediktsdóttir.
Pétur var með foreldrum sínum í æsku, bjó hjá þeim við Vestmannabraut 22 við Gosið 1973.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1971, lauk prófi í sjávarútvegsfræðum í háskólanum í Tromsö í Noregi 1980,
Pétur var deildarstjóri freðfiskdeildar Framleiðslueftirlits sjávarafurða 1980, framkvæmdastjóri Hólalax hf. á Hólum í Hjaltadal 1980-1983, sérfræðingur og kennari við Bændaskólann á Hólum 1983-1985, markaðsstjóri hjá Ístess á Akureyri 1985-1991, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda 1991-1998. Pétur var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands 1998-2007, framkvæmdastjóri Vísindagarðsins á Egilsstöðum 1998-2010, starfsmaður A.V.S. á Sauðárkróki 2010-2021.
Þau Herdís giftu sig 1984, eignuðust tvö börn.
I. Kona Péturs, (26. maí 1984), er Herdís Sigurveig Gunnlaugsdóttir húsfreyja, leiðsögumaður, f. 30. júní 1958. Foreldrar hennar Gunnlaugur Björn Björnsson frá Grjótnesi á Melrakkasléttu, trésmiður, f. 19. mars 1916, d. 7. apríl 2006, og kona hans Jarmíla Hermannsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1937.
Börn þeirra:
1. Heiðrún Pétursdóttir ferðamálafræðingur, starfsmaður Kynnisferða, f. 10. mars 1985.
2. Katrín Pétursdóttir landslagsarkitekt í Noregi, f. 13. ágúst 1986. Sambúðarmaður hennar Sigurður Pétur Kristjánsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Pétur.
- Prestþjónustubækur.
- Æviskrár samtíðarmanna. Torfi Jónsson. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins s.f. 1982-1984.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.