Hörður H. Bjarnason (stöðvarstjóri)
Hörður Hjálmarsson Bjarnason símvirki, símstjóri, umdæmisstjóri Pósts og síma, húsvörður fæddist 29. júlí 1928 og lést 15. júní 1995.
Foreldrar hans voru Hjálmar Bjarnason bankaritari, bankafulltrúi í Reykjavík, f. 17. janúar 1900, d. 7. nóvember 1983, og kona hans Elísabet Jónsdóttir Bjarnason húsfreyja, f. 3. ágúst 1899, d. 7. janúar 1963.
Hörður lærði símvirkjun og vann á sjálfvirku símstöðinni í Reykjavík til 1966, en flutti þá til Eyja og var þar símstöðvarstjóri til Goss 1973. Þá varð hann umdæmisstjóri Pósts og síma á Vestfjörðum með aðsetri á Ísafirði, en 1974 varð hann deildarstjóri í Reykjavík og hafði umsjón með sjálfvirku símstöðvunum í Reykjavík og á Reykjanesi til 1986. Þá varð hann húsvörður í Flataskóla í Garðabæ og gegndi því starfi til dauðadags, bjó í Holtsbúð.
Hörður var virkur í starfi Oddfellowreglunnar og í Kiwanis-hreyfingunni. Hann var einnig virkur í Sjálfstæðisflokknum, var formaður félagsins í Eyjum um skeið, átti sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Hann var ritari og síðar formaður í Félagi íslenskra símamanna um skeið.
Þau Bryndís giftu sig 1949, eignuðust sex börn. Þau bjuggu síðast í Holtsbúð 27 í Garðabæ.
Hörður lést 1995 og Bryndís 2017.
I. Kona Harðar, (1949), var Bryndís Bjarnason húsfreyja, f. 11. febrúar 1926, d. 30. ágúst 2017.
Börn þeirra:
1. Camilla Bjarnason guðfræðinemi (stud. theol.), síðast í Garðabæ, f. 8. mars 1949, d. 7. maí 1999. Maður hennar Garðar Sverrisson.
2. Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræðingur, framkvæmdastjóri. Kona hans Herdís S. Gunnlaugsdóttir.
3. Elísabet Bjarnason húsfreyja, starfsmaður í Tjaldanesi, Mos., f. 8. apríl 1953, d. 15. ágúst 2020. Barnsfaðir hennar Jón Norðkvist Viggósson, barnsfaðir hennar Sigurður Högni Hauksson. Maður hennar Ingi Bjarnar Guðmundsson.
4. Bryndís Bjarnason kennari, f. 30. mars 1957. Maður hennar Þórður Skúlason.
5. Hildur Bjarnason húsfreyja, BA-próf í sálfræði, f. 23. nóvember 1962. Fyrrum maður hennar Jean Posocco. Maður hennar Ómar Þór Halldórsson.
6. Hörður Bjarnason íþróttafræðingur, f. 8. október 1964. Fyrrum kona hans Kristín Ragna Pálsdóttir. Kona hans Hrönn Benediktsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 23. júní 1995. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.