Sigurjón Sæmundsson (Málmey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. ágúst 2022 kl. 20:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. ágúst 2022 kl. 20:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurjón Sæmundsson sjómaður, iðnverkamaður, bifreiðastjóri fæddist 24. júlí 1927 í Sólheimagerði í Skagafirði og lést 9. júní 1990.
Foreldrar hans voru Sæmundur Jóhannsson bóndi á Stapa, Bjarnarstaðahlíð, Krithóli í Neðribyggð, í Valagerði og Sólheimagerði, síðast húsmaður á Flugumýri, f. 5. nóvember 1865, d. 2. apríl 1941, og þriðja kona hans Guðný Jónsdóttir, f. 10. maí 1885 á Hólum í Hjaltadal, d. 18. desember 1963.

Hálfbróðir Sigurjóns, af sömu móður:
1. Alfreð Ingiberg Jónsson verkamaður hjá Fiskiðjunni, f. 28. maí 1910, d. 31. mars 1991.

Sigurjón var með foreldrum sínum, í Sólheimagerði í Silfrastaðasókn 1930 og 1932.
Hann var um skeið hjá bróður sínum í Svartárdal og um skeið í Víðihlíð í Skagafirði, var skipverji á vitaskipinu.
Hann flutti til Eyja 1952, var sjómaður, vann við múrverk, var síðar bifreiðastjóri í Hafnarfirði.
Þau Nanna giftu sig 1963, eignuðust 9 börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í Reykjavík, í Helgafelli, í Háiskála við Brekastíg 11b, í Málmey við Hásteinsveg 32, í Þorlákshöfn og síðast á Hraunkambi 5 í Hafnarfirði.
Nanna og Sigurjón létust bæði 9. júní 1990.

I. Kona Sigurjóns, (30. desember 1963), var Nanna Einarsdóttir Höjgaard frá Bakka í N.-Múl., húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, f. 9. maí 1931, d. 9. júní 1990.
Börn þeirra:
1. Sæmundur Örn Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, starfsmaður hjá Búrfelli í Þjórsárdal, f. 6. nóvember 1949 í Reykjavík. Kona hans Nanna Þorláksdóttir.
2. Reynir Sigurjónsson viðskiptafræðingur, vinnur við endurskoðun, f. 23. júní 1951. Kona hans Henný Júlía Herbertsdóttir.
3. Úlfar Guðni Sigurjónsson sjómaður, starfsmaður hjá Odda í Reykjavík, f. 24. maí 1953. Kona hans Ragnheiður Ingadóttir.
4. Guðni Sigurjónsson verkamaður, vann við netagerð, f. 14. desember 1955. Kona hans Margrét Bjarnadóttir.
5. Andvana drengur, tvíburi, f. 12. október 1959.
6. Ólafur Stefán Sigurjónsson vinnur við bókhald, f. 12. október 1959. Kona hans Hulda Guðlaugsdóttir.
7. Grettir Sigurjónsson tölvutæknir, f. 22. mars 1961. kona hans Alda Hauksdóttir.
8. Alda Sigurjónsdóttir læknaritari, f. 6. júní 1962, ógift.
9. Jökull Höjgaard Sigurjónsson tollvörður, f. 20. maí 1964. Kona hans Unnur Halldórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.