Alfreð Ingiberg Jónsson
Alfreð Ingiberg Jónsson (Alfreð Ingi) frá Sauðárkróki, verkamaður fæddist 28. maí 1910 á Sauðárkróki og lést 31. mars 1991.
Foreldrar hans voru Jón Sigfússon frá Hringey í Vallhólmi, Skag, f. 4. nóvember 1882, d. 13. október 1911 á Sauðárkróki, og sambúðarkona hans Guðný Jónsdóttir, síðar húsfreyja í Sólheimagerði í Skagaf., f. 10. maí 1885 á Hólum í Hjaltadal, Skag., d. 18. desember 1963.
Hálfbróðir Alfreðs Ingibergs, af sömu móður, var
1. Sigurjón Sæmundsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 24. júlí 1927, d. 9. júní 1990.
Alfreð var tökubarn í Brekkukoti í Hofshreppi í Skagaf. 1920.
Hann flutti til Eyja, var verkamaður, bjó í Málmey við Hásteinsveg 32 1972, síðar í Fiskiðjunni.
Alfreð dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Hann var ókvæntur.
Alfreð lést 1991.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 9. júní 1991. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.