Sæmundur Björnsson (Lukku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júlí 2022 kl. 17:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júlí 2022 kl. 17:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sæmundur Björnsson (Lukku)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Sæmundur Hörður Björnsson.

Sæmundur Hörður Björnsson frá Lukku á Strembu, sjómaður, stýrimaður, flugumsjónarmaður fæddist 30. október 1926 á Skálum á Langanesi og lést 19. janúar 2015 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Björn Sæmundsson Brimar frá Brimnesi á Langanesi, bóndi og útgerðarmaður á Skálum á Langanesi, síðar veiðivörður og innheimtumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 6. nóvember 1898, d. 24. janúar 1979, og kona hans Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, matselja, matreiðslukennari, f. 10. janúar 1887, d. 21. mars 1972.

Barn Sigurveigar og Sigfúsar M. Johnsen:
1. Baldur Garðar Johnsen læknir, f. 22. október 1910, d. 7. febrúar 2006.
Börn Sigurveigar og Hans Hermanns Wilhelms Isebarn:
2. Clara Guðrún Isebarn húsfreyja, afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 26. september 1914 í Hamborg, d. 29. október 1987. Fyrrum maður hennar Halldór Ari Björnsson.
3. Ingólfur Hans Hermann Isebarn byggingameistari, f. 14. október 1915 í Noregi, d. 25. janúar 2001. Fyrrum kona hans Margrét Eiríksdóttir. Kona hans Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir.
4. Júlíana Matthildur Isebarn húsfreyja, afreksmaður í íþróttum, f. 20. janúar 1917 Ósló, d. 31. mars 2006. Maður hennar Ágúst Guðlaugsson.
Börn Sigurveigar og Björns Sæmundssonar:
5. Sveinn Björnsson yfirrannsóknalögreglumaður og listmálari í Hafnarfirði, f. 19. febrúar 1925, d. 28. apríl 1997.
6. Sæmundur Hörður Björnsson flugumsjónarmaður, bjó í Hafnarfirði, f. 31. október 1926, d. 19. janúar 2015.
7. Kristín Bryndís Björnsdóttir sjúkraliði, listamaður, f. 10. mars 1924, d. 10. maí 2010.
8. Elín Theodóra Björnsdóttir sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík, vefari, f. 24. júlí 1928, d. 6. nóvember 2013.
9. Guðjón Knútur Björnsson læknir í Reykjavík, f. 1. maí 1930.
Barn Björns Sæmundssonar og Helgu Bæringsdóttur, f. 27. ágúst 1908, d. 24. apríl 2003:
10. Völundur Draumland Björnsson listamaður, f. 23. júlí 1936, d. 23. júlí 2012.

Sæmundur var með foreldrum sínum, en þau skildu 1932.
Hann lauk prófi í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1946, fiskimannaprófi 1048, farmannaprófi 1950 og flugumsjónarprófi í Bandaríkjunum 1957.
Sæmundur var sjómaður, háseti á ýmsum bátum og togurum 1943-1948, á Skipum Eimskipafélagsins 1948-1956, þar af tvö síðustu árin stýrimaður.
Hann var flugumsjónarmaður hjá Flugmálastjórn 1957-1962 og hjá Loftleiðum og síðan Flugleiðum frá 1962.
Sæmundur eignaðist barn með Hafdísi 1950.
Þau Hrefna giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu lengst við Hraunbrekku og síðar á Hellisgötu 29.
Hrefna lést 1993 og Sæmundur 2015.

I. Barnsmóðir Sæmundar var Hafdís Sigurmannsdóttir, f. 26. mars 1931, d. 11. janúar 1988.
Barn þeirra:
1. Dianna Ólöf Williams, f. 17. september 1950. Hún var ættleidd til Bandaríkjanna. Kjörfaðir hennar M. Groves Williams. Maður hennar Bruce Boden.

II. Kona Sæmundar, (8. apríl 1951), var Hrefna Eyjólfsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 16. nóvember 1928 á Norðurbrú 5 í Hafnarfirði, d. 27. desember 1993. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Bjarnason sjómaður, f. 17. júní 1894, d. 1. ágúst 1969, og kona hans Þuríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 29. júní 1901, d. 3. febrúar 1973.
Börn þeirra:
1. Eyjólfur Þór Sæmundsson öryggismálastjóri, f. 28. september 1950. Kona hans Gerður G. Sigurðardóttir.
2. Gunnar Hörður Sæmundsson vélvirki, f. 28. nóvember 1956. Kona hans Sigríður B. Stefánsdóttir.
3. Sæmundur Sæmundsson verkfræðingur, f. 7. janúar 1961, d. 7. júní 2002.
4. Þórey Ósk Sæmundsdóttir kennari, f. 27. september 1971. Maður hennar Friðþjófur H. Karlsson.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 29. janúar 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.