Ólöf Jónsdóttir (Túnsbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júní 2022 kl. 10:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júní 2022 kl. 10:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólöf Jónsdóttir (Túnsbergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Jónsdóttir frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð, húsfreyja fæddist 28. ágúst 1843 á Hlíðarenda þar og lést 23. október 1924 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Þórðarson bóndi, hreppstjóri, alþingismaður á Hlíðarenda og í Eyvindarmúla í Fjótshlíð, f. 12. febrúar 1813 á Eyvindarmúla, d. 16. júní 1903, og kona hans Steinunn Auðunsdóttir frá Stóruvöllum á Landi, Rang., húsfreyja, f. 27. desember 1817, d. 26. maí 1890.

Barnabarn Ólafar í Eyjum var Soffía Þorkelsdóttir húsfreyja á Hrafnagili við Vestmannabraut 29, f. 14. maí 1891, d. 20. janúar 1960.

Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, á Eyvindarmúla 1845 og 1860.
Þau Guðmundur giftu sig 1861, eignuðust 7 börn. Þau bjuggu á Brekkum í Hvolhreppi.
Ólöf og Guðmundur voru hjá Steinunni dóttur sinni á Kirkjulandi í Landeyjum 1901, en Guðmundur lést 1904. Ólöf var enn hjá Steinunni og Þorleifi 1910, síðar hjá þeim á Ljótarstöðum í Landeyjum, flutti með þeim til Eyja 1919 og bjó hjá þeim á Túnsbergi.
Guðmundur lést 1904 og Ólöf 1924.

I. Maður Ólafar, (1861), var Guðmundur Þorkelsson bóndi og smiður á Brekkum í Hvolhreppi, f. 3. júní 1828, d. 10. janúar 1904. Foreldrar hans voru Þorkell Jónsson bóndi á Vatnshóli og Ljótarstöðum í A.-Landeyjum, f. 30. mars 1799, d. 15. júlí 1879, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 23. desember 1803, d. 4. júní 1873.
Börn þeirra:
1. Guðrún húsfreyja á Torfastöðum, f. 26. júní 1862, d. 17. ágúst 1919.
2. Ingibjörg húsfreyja á Kirkjulandi í A.-Landeyjum, f. 6. nóvember 1863, d. 4. apríl 1937.
3. Jón trésmiður, bóndi á Ósi í Skilmannahreppi, Borg. og á Narfeyri á Skógarströnd, Snæf., hreppstjóri, sýslunefndarmaður, f. 27. janúar 1865, d. 23. desember 1950.
4. Steinunn húsfreyja á Túnsbergi, f. 19. ágúst 1867, d. 12. maí 1944.
5. Þorsteinn trésmiður í Bolungarvík, járnsmiður í Reykjavík, f. 1. júlí 1869, d. 29. desember 1944.
6. Þorkell trésmiður, f. 11. september 1870, d. 10. september 1910.
7. Guðrún Guðbjörg ráðskona í Reykjavík, f. 12. júní 1873, d. 13. nóvember 1918.
8. Anna saumakona, gæslukona, f. 17. desember 1885, d. 7. febrúar 1969.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.