Steinunn Guðmundsdóttir (Túnsbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Steinunn Guðmundsdóttir og Þorleifur Einarsson.

Steinunn Guðmundsdóttir á Túnsbergi, húsfreyja fæddist 19. ágúst 1867 á Brekkum í Hvolhreppi og lést 12. maí 1944 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson bóndi á Brekkum, f. 3. júní 1828, d. 10. janúar 1904, og kona hans Ólöf Jónsdóttir húsfreyja, síðar á Túnsbergi, f. 28. ágúst 1843, d. 23. október 1924.

Systir Steinunnar var Anna Guðmundsdóttir saumakona á Túnsbergi, síðar gæslukona í Reykjavík, f. 17. desember 1885, d. 7. febrúar 1969.

Þau Eyjólfur Eyjólfsson giftu sig 1890 og bjuggu í Langagerði í Hvolhreppi 1890-1898 og voru í húsmennsku á Kirkjulandi í A-Landeyjum 1898-1901, en þá lést Eyjólfur. Steinunn var húskona á Kirkjulandi til 1903, en hóf þá búskap á vesturjörð Kirkjulands.
Þau Þorleifur giftu sig 1904, bjuggu á Kirkjulandi í A-Landeyjum 1904-1911 og á Ljótarstöðum þar 1911-1919, er þau fluttust til Eyja.
Þau bjuggu á Túnsbergi. Steinunn lést 1944 og Þorleifur 1960.

Steinunn var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (24. október 1890), var Eyjólfur Eyjólfsson bóndi, húsmaður, f. 1. júlí 1852, d. 20. maí 1901. Foreldrar hans voru Eyjólfur Pálsson bóndi, hreppsnefndarmaður, oddviti í Hvolhreppi, bóndi í Efri-Vatnahjáleigu (síðar nefnt Svanavatn) í A-Landeyjum, Miðhúsum, Stórólfshvoli og í Langagerði í Hvolhreppi, f. 26. ágúst 1820 á Fossi á Síðu, d. 8. mars 1890. Móðir Eyjólfs Eyjólfssonar og kona Eyjólfs Pálssonar var Salvör Bjarnadóttir húsfreyja, f. 27. júní 1819 á Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, d. 24. febrúar 1895.
Þau Steinunn og Eyjólfur voru barnlaus.

II. Síðari maður Steinunnar, (5. júlí 1904), var Þorleifur Einarsson bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, verkamaður í Eyjum, f. 7. janúar 1878, d. 22. maí 1960.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.