Björg Úlfarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2022 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2022 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Björg Úlfarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Indíana Björg Úlfarsdóttir frá Dagsbrún á Vattarnesi við Reyðarfjörð, húsfreyja, verkakona fæddist þar 27. apríl 1924 og lést 25. september 2008 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Úlfar Kjartansson útgerðarmaður frá Dagsbrún, f. 26. nóvember 1895, d. 26. mars 1985, og kona hans María Ingibjörg Halldórsdóttir frá Hofi í Fellum, N.-Múl., húsfreyja, f. 16. september 1897, d. 29. september 1939.

Björg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var verkakona í Eyjum við giftingu 1946.
Þau Jónas giftu sig 1946, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 28 og Heiðarvegi 48.
Í Gosinu 1973 bjuggu þau á Krummahólum í Reykjavík. Þau sneru til Eyja.
Jóna lést 2003.
Björg dvaldi að síðustu í Hraunbúðum við Dalhraun.
Hún lést 2008.

I. Maður Bjargar, (5. október 1946), var Jónas Jónsson bifreiðastjóri, f. 11. janúar 1924 í Ásnesi, d. 15. mars 2003.
Börn þeirra:
1. Eygerður Anna Jónasdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1947. Maður hennar Þorsteinn Gísli Þorsteinsson.
2. Ingimar Jónasson í Svíþjóð, f. 16. ágúst 1952. Kona hans Fríða Sverrisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.