Gunnar Ragnarsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. apríl 2022 kl. 16:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2022 kl. 16:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gunnar Ragnarsson (Kirkjubæ)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Aðalsteinn Ragnarsson á Kirkjubæ, verkamaður, sjómaður fæddist 19. september 1922 í Reykjavík og hrapaði til bana 10. júlí 1954.
Foreldrar hans voru Ragnar Þorsteinsson bifvélavirki, f. 1. júní 1895, d. 11. apríl 1967, og Guðrún Bryndís Skúladóttir Thoroddsen, f. 18. október 1901, d. 10. júní 1938.

Gunnar var tökubarn í Þúfukoti í Kjós. 1930, síðar vinnumaður þar til 1941.
Þau Aðalheiður giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Mið-Hlaðbæ (Ólafsbæ) með foreldrum Aðalheiðar og Sigurbergi bróður Aðalheiðar.
Ragnar hrapaði til bana við lundaveiði í Stórhöfða 10. júlí 1954. Aðalheiður lést 1995.

Kona Ragnars, (10. ágúst 1947), var Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 20. ágúst 1918, d. 4. desember 1995.
Börn þeirra:
1. Guðrún María Gunnarsdóttir, f. 11. júlí 1945 á Kirkjubæ. Maður hennar Runólfur Alfreðsson.
2. Tryggvi Gunnarsson, f. 3. júlí 1949 á Kirkjubæ, drukknaði 5. nóvember 1968 .


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.