Jónína Guðrún Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. mars 2022 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. mars 2022 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jónína Guðrún Guðjónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja á Ingólfshvoli fæddist 31. júlí 1894 á Helgastöðum á Skeiðum í Árn. og lést 3. desember 1948.
Foreldrar hennar voru Guðjón Einarsson bóndi í Vestra-Stokkseyrarseli, f. 17. ágúst 1863, d. 25. maí 1926, og fyrri kona hans Eyrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1852, d. 27. desember 1897.

Jónína var skamma stund með foreldrum sínum, því að móðir hennar lést, er Jónína var á fimmta árinu. Hún var með föður sínum og Guðlaugu Eiríksdóttur bústýru í Stokkseyrarseli í lok árs 1898, fór þá að Laugum í Hrunasókn, var ættingi þar 1901, hjú þar 1910.
Hún var á Akureyri við fæðingu Guðrúnar 1923, fluttist til Ísafjarðar um 1926 og bjó þar með Haraldi eftir skilnað hans við Kristjönu Bjarneyju.
Þau fluttu til Eyja 1930, bjuggu á Ingólfshvoli, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Jónína Guðrún bjó síðast á Seljavegi 9 í Reykjavík. Hún lést 1948.

I. Maður Jónínu, (1924, skildu), var Haraldur Loftsson frá Miðfelli í Hrunamannahreppi, beykir, f. 3. ágúst 1893 í Kollabæ í Fljótshlíð, d. 13. júní 1965.
Barn þeirra:
1. Guðrún Haraldsdóttir, f. 4. júlí 1923 á Akureyri, d. 6. mars 2015. Maður hennar Karl Óttar Guðbrandsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.