Haraldur Loftsson (beykir)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Haraldur Loftsson beykir fæddist 3. ágúst 1893 í Kollabæ í Fljótshlíð og lést 13. júní 1965.
Foreldrar hans voru Loftur Loftsson bóndi á Miðfelli í Hrunamannahreppi, f. 2. janúar 1857 á Tjörnum u. V-Eyjafjöllum, d. 30. maí 1927, og kona hans Sigríður Bárðardóttir húsfreyja, f. 12. maí 1859 í Kollabæ, d. 30. júlí 1916.

Haraldur var með foreldrum sínum á Miðfelli, en var vinnumaður í Hanshúsi við Barónstíg í Reykjavík 1910, síðar í Viðey hjá Ólafi Briem. Hann bjó á Ísafirði í allmörg ár, bjó þar með Kristjönu Bjarneyju og eignaðist með henni tvö börn, en þau skildu. Þau Jónína bjuggu þar með barni sínu, sem fæðst hafði á Akureyri.
Þau fluttu til Eyja 1930, bjuggu á Ingólfshvoli. Þau skildu.
Þau Sigurbjörg giftu sig, bjuggu á Kleppsmýrarvegi 2 í Reykjavík, eignuðust 4 börn.
Haraldur lést 1965 og Sigurbjörg 1972.

I. Kona Haraldar á Ísafirði var Kristjana Bjarney Jónsdóttir, húsfreyja, f. 27. júní 1890, d. 29. janúar 1947. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi, f. 13. nóvember 1852, d. 21. júní 1923, og kona hans Elín Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. apríl 1853, d. 11. nóvember 1940
Börn þeirra:
1. Sigríður Lovísa Haraldsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1916 á Ísafirði, d. 12. september 2001. Maður hennar var Gísli Ragnar Sigurðsson.
2. Jón Haraldsson, f. 12. ágúst 1922 í Króki á Ísafirði, d. 29. júlí 1942.

II. Kona Haraldar, (1924), var Jónína Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja á Ingólfshvoli við Landagötu 3A, f. 31. júlí 1894, d. 3. desember 1948. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Guðjón Einarsson bóndi í Vetra-Stokkseyrarseli, f. 17. ágúst 1863, d. 25. maí 1926, og fyrri kona hans Eyrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1852, d. 27. desember 1897.
Barn þeirra:
3. Guðrún Haraldsdóttir, f. 4. júlí 1923 á Akureyri, d. 6. mars 2015. Maður hennar Karl Óttar Guðbrandsson.

III. Kona Haraldar var Sigurbjörg Hjartardóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1910, d. 17. apríl 1972. Foreldrar hennar voru Hjörtur Líndal Kristmundsson verkamaður, beykir á Hvammstanga, f. 28. júní 1876, d. 5. desember 1939, og Elísabet Hansdóttir, f. 20. desember 1876, d. 2. febrúar 1946.
Börn þeirra:
4. Elísabet Hjördís Haraldsdóttir, sjálfstæður atvinnurekandi, hótelstarfsmaður, f. 18. maí 1946 á Bala við Barðavog í Reykjavík, d. 13. september 2009. Maður Sigurður Ingi Tómasson.
5. Jón Kristinn Haraldsson húsasmíðameistari, f. 10. júní 1947. Kona hans Guðný Alfreðsdóttir.
6. Jónína Guðrún Haraldsdóttir, f. 24. maí 1949.
7. Halla Vilborg Haraldsdóttir, f. 3. september 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.