Guðrún Haraldsdóttir (Ingólfshvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. maí 2022 kl. 17:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. maí 2022 kl. 17:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Haraldsdóttir.

Guðrún Haraldsdóttir (Lilla) húsfreyja, verkakona, ræstitæknir fæddist 4. júlí 1923 á Akureyri og lést 6. mars 2015 á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Haraldur Loftsson iðnaðarmaaður, beykir, f. 3. ágúst 1893, d. 13. júní 1965, og önnur kona hans Jónína Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1894, d. 3. desember 1948.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, á Ísafirði og síðan í Eyjum frá 1930. Hún flutti til Reykjavíkur um 1943.
Guðrún vann við fiskverkun , var kaupakona í sveit, síðar vann hún verslunarstörf í Laufhúsinu og Verslun Lárusar G. Lúðvíkssonar og að síðustu við ræstingar.
Þau Karl giftu sig 1948, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Lynghaga 3 í Reykjavík.
Karl Óttar lést 1979.
Guðrún bjó síðast í Bakkaseli 6. Hún lést 2015.

I. Maður Guðrúnar, (31. desember 1948), var Karl Óttar Guðbrandsson, f. 16. oktróber 1916, d. 22. febrúar 1979. Foreldrar hans voru Guðbrandur Jóhannes Guðmundsson skipstjóri, f. 3. janúar 1887, d. 17. september 1949, og kona hans Guðrún Árborg Sigurgeirsdóttir húsfreyja, f. 16. maí 1895, d. 9. desember 1981.
Börn þeirra:
1. Guðbrandur Sævar Karlsson, f. 26. desember 1949. Kona hans Guðrún Aðalsteinsdóttir.
2. Haraldur Rúnar Karlsson, f. 5. október 1954. Kona hans Abbie Lee Kleppa.
3. Guðrún Jóna Karlksdóttir, f. 17. nóvember 1957. Maður hennar Ståle Forberg.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.