Hallvarður Jónsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. febrúar 2023 kl. 17:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. febrúar 2023 kl. 17:16 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hallvarður Jónsson frá Vilborgarstöðum fæddist 1774 og lést 29. október 1854.
Foreldrar hans voru Jón Natanaelsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1734, d. 1774, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1734, d. 7. september 1813.

Hallvarður mun hafa fylgt ekkjunni móður sinni undir Eyjafjöll skömmu eftir fæðingu.
Hann var á Raufarfelli u. Fjöllunum 1788, var kominn í Borgarfjörð 1801 og var þar vinnumaður á Neðrihrepp í Skorradal.
Hallvarður var síðan vinnumaður í Elínarhöfða á Akranesi 1804, húsmaður í Stórubýlu þar 1823, Háuhjáleigu þar 1825, Heimaskaga þar 1826-1829, kom að Brennistöðum í Borgarhreppi 1834 frá Hóli í Norðurárdal, var ekkill á Steindórsstöðum í Reykholtsdal 1845.
Hann var svo próventumaður a Leirá 1849 til dd. 1854.
Hann stundaði lækningar og var titlaður læknir.
Fyrri kona Hallvarðar er ókunn, en Helga síðari kona hans og hann skildu 1831.
Hallvarður átti börn með 5 konum utan hjónabands.

I. Barnsmóðir Hallvarðs var Guðrún Sigurðardóttir vinnukona á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 1753.
Barn þeirra:
1. Sigurður Hallvarðsson bóndi í Krókatúni u. V-Eyjafjöllum, f. 6. ágúst 1791, d. 25. júní 1841. Kona hans Valgerður Brynjúlfsdóttir.

Hallvarður var tvíkvæntur.
II. Fyrri kona hans er ókunn svo og börn, ef einhver voru.

III. Síðari kona hans, (15. desember 1823, skildu með dómi 10. desember 1831), var Helga Tjörvadóttir, f. 1780. Börn ókunn, ef einhver voru.

IV. Barnsmóðir Hallvarðs var Guðlaug Grímsdóttir, síðar kona Ásmundar Jörgenssonar í Elínarhöfða, fædd 1775, d. 2. nóvember 1855.
Barn þeirra var
2. Guðlaug Hallvarðsdóttir, f. 2. júlí 1804, gift Vigfúsi Einarssyni.

V. Barnsmóðir hans var Ragnheiður Jónsdóttir í Nýlendu.
Barn þeirra var
3. Solveig Hallvarðsdóttir, f. 20. júní 1815, d. 10. febrúar 1824.

VI. Barnsmóðir Hallvarðs var Helga Þorkelsdóttir á Leirá í Leirásveit.
Barn þeirra var
4. Helga Hallvarðsdóttir, f. 16. janúar 1823, d. 15. ágúst 1827.

VII. Barnsmóðir hans var Sesselja Jónsdóttir, síðar í Brokey á Breiðafirði og á Valshamri á Snæfellsnesi. Barn þeirra var
5. Guðmundur Hallvarðsson, f. 23. desember 1831, 23. desember 1835.

VII. Barnsmóðir Hallvarðs var Margrét Jónsdóttir í Arney á Breiðafirði. Barn þeirra var
6. Benedikt Hallvarðsson, f. 18. janúar 1832, d. 20. febrúar 1832.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.