Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. febrúar 2022 kl. 09:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. febrúar 2022 kl. 09:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja í Eyjum og í Vatnsdal í Fljótshlíð fæddist 12. mars 1900 og lést 30. ágúst 1946.
Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson bóndi á Hrauk í Landeyjum, verkamaður, smiður, síðar í Reykjavík, f. 20. júlí 1864, d. 5. júlí 1940, og Þórdís Sigurðardóttir ógift húsfreyja þar, síðar vinnukona í Baldurshaga, f. 1863, d. 25. desember 1909.
Fósturforeldrar hennar voru Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja í Baldurshaga, f. 28. október 1884, d. 21. júlí 1963, og maður hennar Ágúst Árnason kennari, smiður, f. 18. ágúst 1871, d. 2. apríl 1947.

Þuríður var eins árs með húsfreyjunni móður sinni á Hrauki í V-Landeyjum 1901.
Hún fluttist til Eyja frá Strönd í Landeyjum með móður sinni 1908, og móðir hennar var vinnukona í Baldurshaga við andlát sitt í desember 1909.
Þuríður var alin upp í Baldurshaga.
Þau Guðjón giftu sig 1920, eignuðust Ágúst í Baldurshaga í mars, en misstu hann í desember.
Þau bjuggu í Mandal 1921 við fæðingu Guðlaugar, á Sólheimum við fæðingu Ágústs Þór 1923, síðan á Strandbergi og þar fæddust þeim þrjú börn.
Þau fluttust að Vatnsdal í Fljótshlíð 1927 og bjuggu þar síðan, eignuðust þar fjögur börn.
Þuríður Guðrún lést 1946 og Guðjón 1960.

I. Maður Þuríðar Guðrúnar, (16. maí 1920), var Guðjón Úlfarsson trésmiður, bóndi, f. 24. maí 1891 í Fljótsdal í Fljótshlíð, d. 13. maí 1960.
Börn þeirra:
1. Ágúst Guðjónsson, f. 29. mars 1920 í Baldurshaga, d. 2. desember 1920.
2. Guðlaug Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 15. júlí 1921 í Mandal, d. 26. október 2009.
3. Ágúst Þór Guðjónsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 7. maí 1923 á Sólheimum, d. 22. apríl 1992.
4. Úlfar Guðjónsson, f. 11. september 1924 á Strandbergi, d. 13. júlí 1980.
5. Óskar Guðjónsson, f. 13. febrúar 1926 á Strandbergi, d. 8. mars 2001. Hann var tökubarn í Baldurshaga 1927.
6. Bragi Þór Guðjónsson, f. 5. ágúst 1927 á Strandbergi, d. 27. september 2018. Hann var tökubarn hjá Ágústi föðurbróður sínum á Melstað í lok ársins.
7. Svandís Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 16. febrúar 1929 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 13. ágúst 2014.
8. Hörður Guðjónsson, f. 23. maí 1930 í Vatnsdal, d. 2. janúar 2001. Bjó síðast á Selfossi
9. Gunnhildur Guðjónsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 4. janúar 1933 í Vatnsdal, d. 6. nóvember 2004.
10. Lóa Guðjónsdóttir, f. 21. maí 1938 í Vatnsdal, d. 1. desember 2020.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.