Jóhanna Guðmundsdóttir (París)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2022 kl. 14:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2022 kl. 14:13 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Guðmundsdóttir frá París, síðar húsfreyja í Utah fæddist 20. janúar 1870 og lést 24. nóvember 1892.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson tómthúsmaður, lóðs í París, f. 22. janúar 1842, d. 24. ágúst 1919, og Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1841, d. 22. apríl 1935.

Börn Guðmundar og Jóhönnu:
1. Sólrún Guðmundsdóttir, f. 11. október 1867, d. 8. mars 1949 í Taber í Alberta í Kanada. Hún fór til Vesturheims frá Juliushaab 1888.
2. Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 20. janúar 1870, d. 24. nóvember 1892. Hún fór til Vesturheims 1888 frá Jómsborg.
3. Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 8. janúar 1872, d. 29. nóvember 1873 úr kverkabólgu.
4. Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 2. maí 1873, d. 9. nóvember 1891.
5. Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 30. desember 1874, d. 11. júlí 1966. Hún fór til Vesturheims 1887 frá Godthaab.
6. Guðbjörg Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 14. nóvember 1876. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París.
7. Guðmundur Guðmundsson, tvíburi, f. 14. nóvember 1876, d. 17. nóvember 1876 „af almennri barnaveiki“.
8. María Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 11. maí 1878. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París, d. 15. september 1951 í Provo, Utah.
9. Katrín Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 11. maí 1878, d. 14. nóvember 1880 úr „hálsveiki“.
10. Jónína Steinunn Guðmundsdóttir, f. 31. janúar 1880. Hún fór til Vesturheims frá París 1886.

Jóhanna var með foreldrum sínum til 1882, var léttastúlka í Jómsborg 1883 og 1884, í Landlyst 1885, í Jómsborg 1886 og 1887.
Hún fór frá Jómsborg til Vesturheims 1888, en foreldrar hennar höfðu farið vestur 1886.

I. Maður hennar var Edvard King, búsettur í Spanish Fork, f. 17. ágúst 1868 í Spanish Fork, d. 9. júní 1949 í Spanish Fork.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders of Utah. La Nora Allred.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.