Guðbjörg Guðmundsdóttir (París)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Guðmundsdóttir. Myndin er eins og hún birtist í heimildinni.

Guðbjörg Guðmundsdóttir frá París fæddist 14. nóvember 1876 og lést 27. maí 1962 Vestanhafs.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson tómthúsmaður, lóðs í París, f. 22. janúar 1842, d. 24. ágúst 1919, og Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1841, d. 22. apríl 1935.

Börn Guðmundar og Jóhönnu:
1. Sólrún Guðmundsdóttir, f. 11. október 1867, d. 8. mars 1949 í Taber í Alberta í Kanada. Hún fór til Vesturheims frá Juliushaab 1888.
2. Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 20. janúar 1870, d. 24. nóvember 1892. Hún fór til Vesturheims 1888 frá Jómsborg.
3. Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 8. janúar 1872, d. 29. nóvember 1873 úr kverkabólgu.
4. Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 2. maí 1873, d. 9. nóvember 1891.
5. Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 30. desember 1874, d. 11. júlí 1966. Hún fór til Vesturheims 1887 frá Godthaab.
6. Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 14. nóvember 1876. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París.
7. Guðmundur Guðmundsson, tvíburi, f. 14. nóvember 1876, d. 17. nóvember 1876 „af almennri barnaveiki“.
8. María Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 11. maí 1878. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París, d. 15. september 1951 í Provo, Utah.
9. Katrín Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 11. maí 1878, d. 14. nóvember 1880 úr „hálsveiki“.
10. Jónína Steinunn Guðmundsdóttir, f. 31. janúar 1880. Hún fór til Vesturheims frá París 1886.
Auk þessa átti Jóhanna barn með Sæmundi Ólafssyni frá Steinmóðsbæ u. Eyjafjöllum, f. 24. desember 1831, d. 20. mars 1863.
Barn þeirra:
11. Sæmundur Sæmundsson, f. 25. apríl 1863 í Stakkagerði. Hann fór til Vesturheims 1886 frá París, d. 12. janúar

Guðbjörg var með foreldrum sínum í bernsku og fluttist með þeim til Utah 1886 frá París.
Hún giftist Jeremiah 2. janúar 1897. Þau fluttust til Winter Quarters i Carbon County, en þar vann hann í námum. Hann bjargaðist úr námusprengingunni í Scofield.
Þau fluttust til Raymond í Alberta í Kanada skömmu eftir 1900.
Guðbjörg lést 1962.

I. Maður hennar, (2. janúar 1897), var Jeremiah M. Davis námumaður í Winter Quarters, f. 6. júní 1873 í Robertstown í Glamorgan í Wales, d. 5. janúar 1953.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Magnús Haraldsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders of Utah. La Nora Allred.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.