Ólöf Matthíasdóttir (Litlu-Hólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. febrúar 2022 kl. 11:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. febrúar 2022 kl. 11:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólöf Matthíasdóttir (Litlu-Hólum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Matthíasdóttir frá Litlu-Hólum, húsfreyja fæddist þar 28. maí 1918 og lést 14. janúar 1999.
Foreldrar hennar voru Matthías Finnbogason vélfræðingur, f. 25. febrúarl 1882, d. 9. júní 1969 og kona hans Sigríður Ólöf Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1880, d. 17. júní 1949.

Börn Sigríðar Ólafar og Matthíasar voru:
1. Júlía, f. 27. maí 1907 í Vatnsdal, síðast að Sólvangi í Hafnarfirði, d. 19. janúar 1991.
2. Matthildur, f. 21. ágúst 1908 á Jaðri, d. 22. apríl 1990, jarðs. í Njarðvík.
3. Klara Friðrikka, f. 29. nóvember 1909 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 27. ágúst 1988.
4. Bogi, f. 28. september 1911 á Jaðri, d. 8. júní 1986.
5. Friðþjófur, f. 16. apríl 1913 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 7. maí 1986.
6. Ágúst Vilhjálmur, f. 30. júlí 1914 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 21. janúar 1988.
7. Sigurbjörg, f. 28. maí 1918 á Litlu-Hólum, d. 1. ágúst 1925.
8. Ólöf, f. 28. maí 1918 á Litlu-Hólum, síðast í Kópavogi, d. 14. janúar 1999.

Ólöf var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lærði í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Ólöf var við ýmis störf, við fiskiðnað, var vinnukona hjá Júlíu systur sinni í Söðulsholti í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Hún vann einnig lengi við ræstingar og kaffiumsjón í Langholtsskólanum. Síðar var hún við afgreiðslu hjá Mjólkursamsölunni og síðast aðstoðarmaður hjá Lyfjaverslun ríkisins og hætti störfum 1993
Þau Stefán giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík, en 1992 fluttu þau í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Klara lést 1999 og Stefán 2003.

I. Maður Klöru, (2. febrúar 1947), var Stefán Geir Svavars viðskiptafræðingur, f. 4. maí 1920, d. 2. maí 2003. Foreldrar hans voru Svavar Sigurbjarnarson Svavars kaupmaður í Reykjavík, f. 11. júní 1877, d. 9. september 1938, og kona hans Jóna Bjarnadóttir Svavars húsfreyja, f. 4. janúar 1884, d. 29. desember 1961.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Júlíus Stefánsson mjólkurfræðingur, kaupmaður, f. 29. febrúar 1944. Kona hans Margrét Kristjánsdóttir.
2. Svavar Stefánsson prestur, forstöðumaður, f. 14. mars 1949. Kona hans Auður Björk Kristinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.