Sigrún K. Sveinbjarnardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. janúar 2022 kl. 17:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. janúar 2022 kl. 17:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigrún K. Sveinbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigrún Kristín Sveinbjarnardóttir frá Hofsstöðum í Garðabæ, húsfreyja, skrifstofumaður, verslunarmaður fæddist 18. nóvember 1945.
Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Jóhann Jóhannesson bóndi á Hofsstöðum í Garðahreppi, f. 10. ágúst 1912 í Fagradal í Fjallahreppi, N.-Þing., d. 19. ágúst 1997, og kona hans Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1921 á Hofsstöðum, d. 6. janúar 2012.

Sigrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lærði í Kvennaskólanum í Reykjavík 1958-1962.
Sigrún flutti til Eyja 1965, vann á skrifstofu hjá Hraðfrystistöðinni (Hraðinu).
Sigrún vann afgreiðslustörf hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hellu.
Þau Jón giftu sig 1965, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Illugagötu 16 við Gosið 1973.
Fjölskyldan flutti á Rauðalæk í Holtum til Þóru Bjargar systur Jóns og þau Sigrún bjuggu þar til 1990, en fluttu þá í Bogatún 36.
Jón vann á bifreiðaverkstæði í 4-5 ár, en síðan hjá Búrfellsvirkjun og síðar Sigölduvirkjun og vann þar til starfsloka sinna. Hann dvelur nú á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu.
Sigrún býr í Bogatúni.

I. Maður Sigrúnar Kristínar, (18. nóvember 1965), er Jón Ögmundsson frá Litlalandi, vélvirkjameistari, f. 18. september 1945.
Börn þeirra:
1. Sveinbjörn Jónsson húsgagnabólstarari á Hellu, f. 11. júlí 1966. Kona hans Heiðrún Ólafsdóttir.
2. Ásdís Guðrún Jónsdóttir skrifstofumaður á Hellu, f. 7. febrúar 1971. Maður hennar Sigurður Jónasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.