Guðný Harpa Kristinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. desember 2021 kl. 13:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. desember 2021 kl. 13:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðný Harpa Kristinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðný Harpa Kristinsdóttir.

Guðný Harpa Kristinsdóttir húsfreyja, fiskverkakona fæddist 21. janúar 1947 á Akureyri og lést 29. mars 2018 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Kristinn Karlsson, f. 22. október 1919, d. 22. nóvember 1992, og Hulda Ingibjörg Pétursdóttir sjúkraliði, f. 7. júní 1917, d. 15. maí 1994.

Guðný vann á unglingsárum í Smárakaffi og víðar, síðar vann hún í Vinnslustöðinni og í Lifrarsamlaginu.
Hún eignaðist barn með Bjarna Ragnari 1966.
Þau Páll giftu sig, eignuðust eitt barn og Páll fóstraði Kristinn Karl.

I. Barnsfaðir Guðnýjar Hörpu er Bjarni Ragnar Haraldsson, f. 23. nóvember 1946.
Barn þeirra:
1. Kristinn Karl Bjarnason, f. 9. mars 1966.

II. Maður Guðnýjar Hörpu var Páll Árnason netagerðar- og múrarameistari, f. 21. júlí 1945, d. 1. janúar 2021.
Barn þeirra:
2. Guðmundur Árni Pálsson, f. 29. júlí 1973. Kona hans María Höbbý Sæmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.