Helgi Heiðar Georgsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2021 kl. 14:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2021 kl. 14:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Helgi Heiðar Georgsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Heiðar Georgsson skipstjóri, útgerðarmaður, deildarstjóri í Framhaldsskóla A-Skaft., f. 8. mars 1959.
Foreldrar hans voru Georg Stanley Aðalsteinsson sjómaður, skipstjóri, f. 1. desember 1936 í Reykjavík, d. 26. febrúar 2021, og kona hans Arndís Pálsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 29. september 1938, d. 20. apríl 2009.

Barn Georgs fyrir hjónaband:
1. Páll Tómasson Georgsson arkitekt á Akureyri, f. 4. júní 1956 í Reykjavík. Kona hans Sigríður Agnarsdóttir.

Börn Arndísar og Georgs:
2. Páll Arnar Georgsson vélstjóri, f. 4. mars 1958, d. 12. febrúar 2012. Fyrrum kona hans Guðrún Jóna Reynisdóttir.
3. Helgi Heiðar Georgsson skipstjóri, útgerðarmaður, deildarstjóri í Framhaldsskóla A-Skaft., f. 8. mars 1959. Fyrrum kona hans Guðrún Magnea Teitsdóttir. Fyrrum kona hans Erla Oddsdóttir. Fyrrum kona hans Lulu Zie.

Helgi Heiðar var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Heiðarvegi 11 við Gos 1973.
Hann varð sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður.
Þau Guðrún Magnea giftu sig, eignuðust eitt barn og skildu.
Þau Erla giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hólalandi 12 í Stöðvarfirði 1986 og skildu.

I. Kona Helga Heiðars, (1. desember 1978, skildu), er Guðrún Magnea Teitsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1959 í Borgarnesi.
Barn þeirra:
1. Páll Helgason sjómaður í Reykjavík, f. 20. febrúar 1979. Fyrrum kona hans Heiðrún Grímsdóttir.

II. Kona Helga Heiðars, (23. desember 1983, skildu), er Erla Oddsdóttir húsfreyja, matráðskona á Höfn í Hornafirði, f. 11. desember 1955 á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar Oddur Sigurðsson bóndi, útgerðarmaður í Hvammi í Fáskrúðsfirði, f. þar 23. maí 1922, d. 25. janúar 1921, og kona hans Bjarnheiður Stefanía Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1823 á Grund í Stöðvarfirði, d. 15. nóvember 2018.
Börn þeirra:
2. Bjarnheiður Stefanía Helgadóttir starfsmaður sundlaugar í Neskaupstað, f. 22. apríl 1984. Fyrrum menn hennar Sigurður Jón Ragnarsson og Leiknir K. Kolbeins.
3. Þórarinn Elí Helgason rafvirkjameistari í Neskaupstað, f. 1. febrúar 1986. Kona hans Katrín Birna Viðarsdóttir.

III. Fyrrum kona Helga Heiðars Lulu Zie frá Kína, f. 2. maí 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.