Eðvald Hinriksson Mikson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. desember 2021 kl. 19:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. desember 2021 kl. 19:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Eðvald Hinriksson Mikson (Edvald Mikson) frá Tartu í Eistlandi, íþróttaþjálfari, nuddari fæddist þar 12. júlí 1911 og lést 27. desember 1993.
Foreldrar hans voru Hendrik Mikson lögreglumaður og kona hans Anna Mikson húsfreyja, saumakona og verslunarmaður.

Mikson var eina barn foreldra sinna. Hann ólst upp með þeim, en dvaldi á sumrum á sveitabæ hjá föðurbræðrum sínum í nágrenni Tartu.
Hann nam við lögregluskólann í Tallin og gekk í lífvörð forsetans Konstantíns Pads, sem nefndur var faðir eistneska lýðveldisins. Síðan gekk Mikson til liðs við stjórnmálalögregluna PolPol.
Árið 1940 var Eistland hertekið af Sovétríkjunum. Þá gekk Mikson í andspyrnuhreyfinguna. Árið 1941 var landið hertekið af þýska hernum og Mikson var fangelsaður í tvö ár og var honum komið undan aftöku með hjálp andspyrnuhreyfingarinnar.
Hann flúði til Svíþjóðar 1944.
Eftir dvöl í flóttamannabúðum og réttarhöld fór Eðvald frá Svíþjóð í ágúst 1946. Hann var skipverji á flutningaskipinu Rositu sem strandaði við Keflavík síðla árs 1946. Það hafði legið fyrir honum að setjast að í Bandaríkjunum. Hér settist hann að og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1955.
Á skólaárum sínum æfði hann íþróttir og síðar var hann valinn í landslið Eistlendinga bæði í knattspyrnu og Íshokkí, gerðist að hluta atvinnumaður í knattspyrnu 1933 með Estonía, félagsliði.
Eðvald lék með úrvalsliði Tallin í körfuknattleik á árunum 1934¬1936, en á þeim tíma var Eistland mjög framarlega í körfuknattleik í Evrópu. Hann settist fyrst að í Vestmannaeyjum og átti gildan þátt í þeirri miklu þróun íþrótta þar, en síðar bjó hann í Reykjavík og helgaði ævistarf sitt íþróttum og íþróttamönnum.
Hann var einn af frumkvöðlum körfuknattleiksins á Íslandi. Hann reisti fyrstu körfuna í Vestmannaeyjum 1948 og kynnti þar íþróttina.
Hann átti gildan þátt í starfsemi Íþróttabandalags drengja og kynnti körfuknattleikinn fyrir drengjunum. Eðvald stóð fyrir sýningakeppni í körfuknattleik á Hálogalandi 15. apríl 1951, þar sem félagar úr Íþróttabandalagi drengja kepptu og var það að öllum líkindum fyrsta opinbera keppnin í körfuknattleik hér á landi. Eðvald var þjálfari meistaraflokks ÍR í körfuknattleik í fyrsta Íslandsmótinu sem fram fór á Íslandi 1952, en fékk ekki að leika með þar sem hann var þá erlendur ríkisborgari.
Frá 17. september 1962 ráku Eðvald og Sigríður Nudd- og gufubaðstofuna Saunu í Hálogalandi 8 og störfuðu þar til 1990.
Þau Sigríður giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum, en síðan í Reykjavík.
Hann varð síðar iðnverkamaður.
Rit: ,,Úr eldinum til Íslands“.

Þau Sigríður giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hringbraut 91 í Reykjavík, í Bogahlíð 15, Freyjugötu 28, en síðast í Miðtúni 8.
Sigríður lést 1990. Eðvald bjó síðast á Hjallabraut 33 í Hafnarfirði.
Hann lést 1993.

I. Kona Eðvalds, (16. júlí 1949), var Sigríður Bjarnadóttir frá Hoffelli, húsfreyja, nuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Hendrik Eðvaldsson knattspyrnumaður, hótelrekandi í Skotlandi, f. 3. september 1950, d. 24. janúar 2021, kvæntur skoskri konu, Cathrene Bradley.
2. Atli Eðvaldsson knattspyrnumaður, knattspyrnuþjálfari, f. 3. mars 1957, d. 2. september 2019. Fyrrum kona hans Steinunn Guðnadóttir.
3. Anna Jónína Eðvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 15. desember 1958. Maður hennar Gísli Ágúst Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.