Jóna Kortsdóttir (Kirkjudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. nóvember 2021 kl. 14:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. nóvember 2021 kl. 14:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóna Kortsdóttir (Kirkjudal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóna Kortsdóttir.

Jóna Guðrún Kortsdóttir frá Kirkjudal, húsfreyja fæddist þar 28. febrúar 1934 og lést 11. nóvember 2021 á Landakotsspítala.
Foreldrar hennar voru Kort Eyvindsson verkamaður, bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð, f. 1. desember 1901 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 21. ágúst 1964, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Torfastöðum, húsfreyja, f. þar 17. mars 1909, d. 23. janúar 2001.

Jóna var með foreldrum sínum í æsku., flutti með þeim að Torfastöðum.
Hún sótti nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Jóna tók snemma þátt í bústörfum, réðst ung í vist hjá Jóhanni Hafstein og Ragnheiði Thors í Reykjavík. Hún vann síðar í Útvegsbankanum á Hlemmi í Reykjavík og vann þar til 1963, tók síðar þátt í rekstri manns síns við fraktflutninga, útgerð og steypustöð. Einnig vann hún um árabil í mötuneyti Borgarspítalans. Síðar rak hún matvöruverslun ásamt manni sínum og systur.
Þau Guðmundur Anton Bergþór giftu sig 1962, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast á Fróðengi 7.
Jóna lést 2021.

I. Maður Jónu Guðrúnar, ( í október 1962), er Guðmundur Anton Bergþór Guðmundsson bankamaður, athafnamaður, f. 13. október 1935. Foreldrar hans voru Guðmundur Katarínus Gíslason frá Þorgeirsfelli í Staðarsveit á Snæfellsnesi, vélstjóri, f. 23. janúar 1902, d. 31. janúar 1986, og kona hans Ágústa Jónasdóttir frá Búðum á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 24. ágúst 1904, d. 5. maí 1981.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Hrefna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1962. Fyrrum maki Sigurður Jóhann Ragnarsson. Maður hennar Jón Ólafur Halldórsson.
2. Guðbjörg Gíslína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1963. Maður hennar Sigurður Jónas Elísson.
3. Ágústa Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1965. Maður hennar Lárus Sigurbjörn Guðmundsson.
4. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 7. janúar 1971. Barnsfaðir hennar Annetts.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.