Kort Eyvindsson
Kort Eyvindsson frá Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, verkamaður, bóndi fæddist þar 1. desember 1901 og lést 21. ágúst 1964.
Foreldrar hans voru Eyvindur Eyvindsson vinnumaður, síðar bóndi á Seljalandi, en að lokum í Reykjavík, f. 2. mars 1865, d. 24. október 1949, og Kristín Jensdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 20. júní 1861, d. 1913.
Kort var tökubarn á Austustu-Sámsstöðum 1910, vinnumaður þar 1920 og 1932.
Hann flutti til Eyja, var þar verkamaður.
Þau Ingibjörg giftu sig 1934, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Kirkjudal, fluttu að Torfastöðum í Fljótshlíð og tóku þar við búi foreldra Ingibjargar og bjuggu þar til 1962, en fluttu þá til Reykjavíkur.
Kort lést 1964 og Ingibjörg 2001.
I. Kona Korts, (28. júní 1934 í Eyjum), var Ingibjörg Jónsdóttir frá Vestri-Torfaströðum í Fljótshlíð, f. 16. mars 1909, d. 23. janúar 2001.
Börn þeirra:
1. Jóna Guðrún Kortsdóttir, f. 28. febrúar 1934 í Kirkjudal, d. 11. nóvember 2021. Maður hennar Guðmundur Anton Guðmundsson.
2. Jón Sigurbergur Kortsson, f. 30. apríl 1939. Fyrrum kona hans Selma Egilsdóttir.
3. Eygló Kortsdóttir, f. 29. maí 1940. Fyrrum maður hennar Loftur Gunnar Steinbergsson.
Fóstursonur Ingibjargar og Korts var
4. Gunnar Ingi Birgisson verkfræðingur, alþingismaður, bæjarstjóri, f. 30. september 1947, d. 14. júní 2021. Kona hans Vigdís Karlsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók
- Morgunblaðið 3. febrúar 2001. Minning Ingibjargar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.