Jónína Pálsdóttir (Langholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. nóvember 2021 kl. 12:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. nóvember 2021 kl. 12:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jónína Pálsdóttir (Langholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Pálsdóttir frá Kerlingardal í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 28. maí 1901 og lést 6. febrúar 1984.
Foreldrar hennar voru Páll Bárðarson bóndi, f. 27. febrúar 1870 á Hunkubökkum á Síðu, V.-Skaft., d. 18. október 1922, og kona hans Oddný Andrésdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1866 í Kerlingardal, d. 10. júní 1941.

Jónína var með foreldrum sínum til 1916, var vinnukona í Vík 1916-1918, var hjá foreldrum sínum í Kerlingardal 1918-1919, , vinnukona á Höfðabrekku í Mýrdal 1919-1921, var í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum 1921-1923. Hún var hjá móður sinni í Kerlingardal 1923-1924.
Jónína fór til Eyja 1924, bjó í Langholti við Vestmannabraut 48a við giftingu 1925, í Fagradal við Bárustíg 16a 1927.
Þau Páll eignuðust sjö börn, en misstu tvö þeirra á ungum aldri. Þau bjuggu í Langholti, í Fagradal við Bárustíg 16a og í Hólatungu.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1929, sneru aftur um skeið, bjuggu í Hólatungu 1934, eignuðust Samúel þar 1935. Þau bjuggu á Hverfisgötu 71 í Reykjavík við fæðingu Hönnu 1937, á Hverfisgötu 44 við skírn Samúels 1940 og Súsönnu 1944.
Hjónin dvöldu að síðustu á Hrafnistu í Reykjavík.
Jónína lést 1984 og Páll 1986.

I. Maður Jónínu, (3. janúar 1925), var Páll Júlíus Einarsson frá Langholti,vélstjóri, vélgæslumaður, f. 29. júlí 1902, d. 25. mars 1986.
Börn þeirra:
1. Margrét Pálsdóttir, f. 6. október 1925 í Langholti, d. 7. desember 2010.
2. Andrés Páll Pálsson, f. 27. febrúar 1927, d. 9. mars 1929.
3. Andrés Pálsson sjómaður, járniðnaðarmaður, f. 9. nóvember 1930, d. 3. nóvember 1994. Kona hans Anna Bernburg, látin. Sambúðarkona Andrésar Valdís Pálsdóttir.
4. Samúel Pálsson, f. 17. júní 1935, d. 20. september 1935.
5. Hanna Pálsdóttir, f. 18. júlí 1937.
6. Samúel Pálsson, f. 27. september 1940, síðast í Hollandi, d. 12. janúar 1978.
7. Súsanna Pálsdóttir, f. 1. október 1944.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.