Einar Ormsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. mars 2022 kl. 13:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. mars 2022 kl. 13:16 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Ormsson á Gjábakka, áður bóndi í Litla-Gerði og Litla-Moshvoli í Hvolhreppi, fæddist 1764 á Minni-Moshvoli þar og lést 3. janúar 1851 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ormur Jónsson bóndi á Litla-Moshvoli, f. 1710, d. 9. apríl 1786, og kona hans Geirlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 1716, d. 3. janúar 1808.

Einar var vinnumaður í Neðridal, Stóradalssókn, Rang. 1801,
Hann var á vertíð í Vestmannaeyjum haustið og veturinn 1802-1803. Haustið 1803 var hann dæmdur í 6 mánaða fangelsi. Hann sat af sér dóminn á Arnarhóli í Reykjavík veturinn 1803-1804, en var líklega í Reykjavík fram á sumar 1806.
Hann var dæmdur fyrir hórbrot árið 1809.
Einar og Ásdís voru vinnuhjú á Tjörnum 1816 og líklega á Brúnum 1817 til 1821. Þau bjuggu í Syðrirotum til 1828.
Ásdís lést 1828.
Einar kom líklega 1830 að Bakkakoti á Rangárvöllum, fór þaðan 1832 að Þúfu, var húsmaður (búlaus) á Klasbarða, síðan í Miðkoti 1835, Hrauk 1837 en í Rimakoti í Djúpárhreppi 1840 og í Búð 1845.
Einar var til heimilis hjá Jóni yngri syni sínum á Gjábakka 1850, 89 ára ekkill.

I. Kona Einars, (21. september 1789), var Ásdís Þorgilsdóttir húsfreyja, f. í janúar 1753 (skírð 21. janúar) í Ártúnum á Rangárvöllum, d. 13. febrúar 1828. Foreldrar hennar voru Þorgils Markússon bóndi á Gaddstöðum á Rangárvöllum, f. 1706, d. í desember 1759 í Ártúni (Hátúni) þar, og kona hans Neríður Snjólfsdóttir húsfreyja, f. 1713, d. 28. mars 1784 í Ártúni (Hátúni).
Börn þeirra hér:
1. Jón Einarsson eldri, bóndi á Gjábakka, f. í apríl 1789 (skírður 11. apríl) í Ártúnum á Rangárvöllum, d. 21. mars 1838.
2. Ingveldur Einarsdóttir vinnukona á Arnarhóli í V.-Landeyjum, f. 21. september 1790 á Stórólfshvoli í Hvolhreppi, d. 7. mars 1827. Barnsfaðir Einar Lafranzson.
3. Einar Einarsson bóndi í Skurðbæ í Meðallandi, f. 3. nóvember 1791, d. 7. júní 1866. Fyrri kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir. Önnur kona hans var Kristín Árnadóttir. Þriðja kona hans Sigríður Árnadóttir.

II. Barnsmóðir Einars var Þjóðlaug Jónsdóttir, f. 1760. Hún var húsfreyja í Litla-Gerði í Hvolhreppi 1801.
Barn þeirra var
4. Jón Einarsson yngri, Abel, bóndi á Gjábakka, f. 1792 d. 11. apríl 1861. Kona hans Sigríður Sæmundsdóttir.

III. Barnsmóðir Einars var Ingveldur Jónsdóttir, húsfreyja á Núpi u. Eyjafjöllum, f. 7. desember 1775, d. 11. júní 1850.
Barn þeirra:
5. Einar Einarsson bóndi á Núpi u. Eyjafjöllum, f. 30. september 1796, d. 6. apríl 1848. Kona hans Kristín Auðunsdóttir.

IV. Barnsmóðir Einars var Kristín Markúsdóttir vinnukona, þá á Gjábakka, f. 1777.
Barnið var
6. Guðrún Einarsdóttir, f. 29. september 1803, d. 6. október 1803 úr ginklofa.

V. Barnsmóðir Einars var Guðrún Ólafsdóttir vinnukona í Núpakoti u. Eyjafjöllum, f. 1758.
Barn þeirra:
7. Björn Einarsson, f. 4. ágúst (skírður 10. ágúst) 1797, d. 14. ágúst 1797.

VI. Barnsmóðir Einars var Guðný Þorsteinsdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 1776 í Þorlákshöfn, d. 6. júní 1840.
Barn þeirra:
8. Eggert Einarsson bóndi í Saurbæ Skeggjastaðasókn í Þistilfirði, f. 21. júlí 1806 í Reykjavík, d. 11. mars 1863. Kona hans Ólöf Guðlaugsdóttir.

VII. Barnsmóðir Einars var Guðrún Erlendsdóttir, síðar húsfreyja í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 7. janúar 1799 á Syðri-Brennu u. Eyjafjöllum, d. 28. júlí 1843.
Barn þeirra:
9. Benóný Einarsson, f. í júlí 1826 u. Eyjafjöllum, d. 1. nóvember 1826.

VIII. Barnsmóðir Einars var Þuríður Jakobsdóttir, vinnukona á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, f. 3. mars 1801 í Selkoti u. Eyjafjöllum, d. 6. apríl 1859.
Barn þeirra:
10. Einar Einarsson, f. í júní 1830 u. Eyjafjöllum, d. 1. júlí 1830.

IX. Barnsmóðir Einars var Sigríður Einarsdóttir, f. 1772 á Flankastöðum á Reykjanesi.
Barn þeirra:
11. Guðríður Einarsdóttir, f. 1. desember 1808 á Lambastöðum á Reykjanesi, d. í mars 1812 á Reykjanesi.

X. Barnsmóðir Einars var Sigríður Einarsdóttir, síðar húsfreyja í Pétursey, Skagnesi og á Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 1776, d. 23. júlí 1843.
Barn þeirra:
12. Kristín Einarsdóttir, f. 1807 í Pétursey, d. 16. maí 1876 í Steig í Mýrdal. Barnsfaðir hennar Runólfur Sigurðsson. Maður hennar Eyjólfur Þorsteinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.