Jóna Kristinsdóttir (ljósmóðir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. nóvember 2021 kl. 14:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. nóvember 2021 kl. 14:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jóna
Helga, Eiríkur, Anna, Sigurbjörg og Fríða Hjálmarsbörn

Jóna Kristinsdóttir ljósmóðir fæddist 21. des. 1895 í Steinakoti á Árskógsströnd í Eyjafirði og lézt 27. okt. 1975 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Kristinn Anton smiður, bóndi og skipstjóri á Hrafnagili og víðar, síðar á Hamri í Fljótum í Skagafirði, en síðast búsettur á Siglufirði, f. 18. júlí 1866, d. 13. júlí 1942, Ásgríms bónda á Skeiði í Fljótum Ásmundssonar og konu Ásgríms, Guðrúnar Sveinsdóttur frá Minna-Holti þar. Móðir Jónu var Helga Guðrún, f. 4. október 1864, d. 5. marz 1952, Baldvins bónda á Hrafnagili Sveinssonar og konu Baldvins, Guðrúnar Gísladóttur frá Haga á Árskógsströnd.
Jóna lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 31. marz 1919.
Hún var ljósmóðir í Haganeshreppsumdæmi í Eyjafirði 1919-1921.
Ljósmóðir í Eyjum var hún frá 1921 til 20. ágúst 1949, er hún fluttist til Reykjavíkur. Í Eyjum sinnti hún jafnframt hjúkrun í heimahúsum. Í Reykjavík vann hún á sjúkrahúsinu að Sólheimum 1949-1962.
Jóna var einn af stofnfélögum Ljósmæðrafélags Íslands 2. maí 1919 og var gerð að heiðursfélaga 1959. Í Eyjum sat hún í stjórn slysavarnafélagsins Eykyndils um árabil og var virkur félagi í Kvenfélaginu Líkn. Hún var heiðruð af konum í Eyjum, er hún hætti störfum þar. Hún dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík frá 1967.

Maki (11. ágúst 1922): Hjálmar verzlunarstjóri, f. 25. janúar 1900, d. 18. ágúst 1940, Eiríks Hjálmarssonar kennara í Eyjum og Sigurbjargar Rannveigar Pétursdóttur frá Löndum á Miðnesi í Gullbringusýslu.
Börn þeirra Hjálmars: 1. Sigurbjörg deildarritari, f. 2. apríl 1923, d. 1. maí 2010, gift Viggó Einarssyni flugvirkja.
2. Eiríkur skrifstofustjóri, f. 4. júlí 1924, d. 5. september 1971, kvæntur Hlíf Erlendsdóttur frá Keflavík.
3. Sigurbjörg deildarritari, f. 2. apríl 1923, d. 1. maí 2010, gift Viggó Einarssyni flugvirkja.
4. Helga Ágústa aðalgjaldkeri á skrifstofu Ríkisspítalanna, f. 2. júlí 1927, d. 7. júlí 2004, gift Árna Friðjónssyni skrifstofumanni.
5. Anna skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 16. desember 1929, gift Kristleifi Einarssyni eftirlitsmanni hjá Íslenzka Álfélaginu í Straumsvík.
6. Ása gjaldkeri hjá Áfengis- og tóbaksverzlun Ríkisins, f. 4. maí 1931, d. 1. mars 2011, gift Hauki Ingimarssyni bifreiðasmið.
7. Fríða Kristbjörg læknaritari á Landspítalanum, f. 4. febrúar 1935, gift (skildu) Birgi Matthíasi Indriðasyni matsveini í Reykjavík.

Myndir



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.