Ólafía Petrea Jóhannsdóttir Thorlacius

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. október 2021 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2021 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafía Petrea Jóhannsdóttir Thorlacius“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Ólafía Petrea Jóhannsdóttir Thorlacius.

Ólafía Petra Jóhannsdóttir frá Skálholti-eldra við Landagötu 22, húsfreyja fæddist 18. ágúst 1912 á Brimnesi við Bakkastíg 19 og lést 9. september 2002.
Foreldrar hennar voru Jóhann Maríus Einarsson sjómaður, trésmiður, f. 19. febrúar 1884 á Auðnum í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi, d. 11. mars 1974, og kona hans Þuríður Auðunsdóttir frá Húsavík, húsfreyja, f. 28. september 1892 á Stokkseyri, d. 22. apríl 1934 á Vífilsstöðum..

Ólafía var með foreldrum sínum í æsku, á Brimnesi og í Skálholti-eldra og fluttist með þeim til Reykjavíkur.
Þau Haraldur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Nóatúni 32.
Ólafía lést 2002 og Haraldur 2006.

I. Maður Ólafíu var Haraldur Þorleifsson Thorlacius stýrimaður, f. 9. júní 1909, síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði, d. 28. febrúar 2006. Foreldrar hans voru Þorleifur Þorleifsson Thorlacius sjómaður, f. 4. júlí 1865 í Trostansfirði í Otradalssókn í Arnarfirði, d. 8. febrúar 1916, og kona hans Jónína Guðný Guðnadóttir, húsfreyja, f. 1. febrúar 1880 í Reykjavík, d. 2. desember 1964.
Börn þeirra:
1. Þórir Thorlacius trésmiður, f. 9. ágúst 1935. Kona hans Þórey Aðalsteinsdóttir.
2. Kolbrún Thorlacius húsfreyja, gjaldkeri, býr í Reykjavík, f. 30. maí 1941. Maður hennar Karl Lúðvík Magnússon.
3. Þorleifur Jón Thorlacius verkamaður, f. 28. september 1944, d. 20. júní 2004. Kona hans Elsa Jóhanna Gísladóttir, látin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.